Glóðafeykir - 01.11.1973, Side 23

Glóðafeykir - 01.11.1973, Side 23
GLÓÐAFEYKIR 23 Hvert stefnir? Framleiðsluráð landbúnaðarins hóf störf fyrir fjórðungi aldar. I tilefni af því hefur Sveinn Tryggvason, framkvæmdastjóri Fram- leiðsluráðs frá öndverðu, ritað mjög greinargott og athyglisvert yfir- lit yfir störf ráðsins og birt í Árbók landbúnaðarins 1972—1973. Væri hverjum manni hollt að kynna sér þá ritgerð. En þeir eru allt of fáir, því miður, sem Árbókina kaupa og lesa. Ég fékk leyfi höf- undar til að birta í Glóðafeyki lokaorð ritgerðarinnar, og fara þau hér á eftir. G. M. „Hér að framan er sagt frá störfum einnar ákveðinnar stofnunar, sem starfað hefur í 25 ár á sviði landbúnaðarins. Þá er einnig drepið nokkuð á helztu framfarir sem orðið hafa í landbúnaðarmálum á þessu árabili. Það væri ef til vill réttara að segja að drepið hefði verið á helztu breytingar, sem orðið hefðu meðal þjóðarinnar og þá um leið í landbúnaðarmálum. Mörgum finnst eflaust að mikill hluti þeirra breytinga, sem orðið hafa, séu ekki til bóta og horfi ekki til framfara. Um það má eflaust deila, eins og flest annað. Bókstaflega talað hefur allt þjóðfélagið tekið breytingum frá því, sem áður var. Bættar samgöngur á landi hafa orðið til þess að félags- kerfi sveitanna hefur riðlazt í stórum landshlutum. Samsrönmtkerfi á sjó milli hafna hefur dregizt mjög saman. Staðir, sem áður voru fjölbýlir, hafa ýmist lagzt alveg í eyði eða berjast nú gegn eyðingu byggðarinnar. Embættismannastéttin svo sem prestar og læknar fæst ekki til að taka sér bólfestu utan þéttbýlisstaðanna. Verkafólk í sveit- um er liðin saga, en í staðinn hafa bændur aukið nokkuð vélbúnað sinn og leggja á sig og fjölskyldu sína aukna vinnu, sem er í algjöru ósamræmi við vinnuframlag megin þorra þjóðarinnar. Mikill hluti bændanna er einbýlingar og fólk komið á efri ár. Svona mætti lengi telja. Þetta er saga sem flestir landsbúar eiga að þekkja og sem menn tala um í veizluræðum og á mannfundum, þar sem slíkar ræður eiga við. Úrbætur eru samt ekki sjáanlegar á næsta leiti. Það er held- ur varla von, því það þarf ofurmannleg átök og samstilltan þjóðar-

x

Glóðafeykir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Glóðafeykir
https://timarit.is/publication/1145

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.