Glóðafeykir - 01.11.1973, Side 24

Glóðafeykir - 01.11.1973, Side 24
24 GLÓÐAFEYKIR vilja til að snúa þessari þróun við. Og margir telja að svo verði aldrei. Á tímamótum er freistandi að spyrja sjálfan sig, hvað verði eftir 25 ár. Heldur sú þróun áfram, sem verið hefur hin síðustu árin? Heldur bændunum og fólki í sveit áfram að fækka? Dregst fram- leiðsla landbúnaðarins saman? Verður mikill hluti lands, sem nú er í eigu bænda og nýtt af þeim, komið í eigu vel stæðra einstaklinga sem eiga jarðirnar sér til gamans? Eða verður það ríki og bæjarfélög sem ná eignarhaldi á jörðunum? Verða bændur lægst launaði hópur þjóðarinnar um næstu aldamót eins og hann er í dag? Verður verð- lags- og félagsmálakerfi landbúnaðarins óbreytt frá því sem nú er að 25 árum liðnum? Hver og einn getur spurt slíkra spurninga og margra fleiri, án þess að vita svörin. Sá sem þetta ritar getur ekki, fremur en aðrir, svarað þeim, en sú ósk hlýtur að vera efst í huga þeirra, sem unna landbúnaði og bændastéttinni, að framsýni og gifta megi fylgja land- búnaðinum og bændastéttinni í framtíðinni, á hverju sent annars kann að ganga í þjóðfélaginu."

x

Glóðafeykir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Glóðafeykir
https://timarit.is/publication/1145

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.