Glóðafeykir - 01.11.1973, Page 27

Glóðafeykir - 01.11.1973, Page 27
GLÓÐAFEYKIR 27 Lýsa fá í ljóðaskrá lista- háu -gripin. Verkum á hér vel má sjá Vesturáar svipinn. Kveðið við stúlku. Freisting bjóða brjóstin þín, bros og rjóðar kinnar; Þú ert góða Gunna mín gimsteinn þjóðarinnar. Vor. Gróa á hjalla grösin smá, grænka vallarbörðin. Nú er falleg sjón að sjá: Sól um allan fjörðinn. Víst um fjörðinn fyrr ég leit foldarsvörðinn gróa. Unir hjörðin öll á beit út um börð og móa. Geislar flæða fjalls um skaut, fegra hæð og buga. Hér í næði lyngs við laut leitar kvæði í huga. Gull í blænum gafst þú mér geislavæna daga. Ég í bænum þakka þér þessa grænu haga. Ama hrindir sérhvert sinn, sorg í skyndi dvínar. Lífsins yndi ég ávallt finn innan um kindur mínar.

x

Glóðafeykir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Glóðafeykir
https://timarit.is/publication/1145

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.