Glóðafeykir - 01.11.1973, Side 41

Glóðafeykir - 01.11.1973, Side 41
GLÓÐAFEYKIR 41 samþykkt með því skilyrði, að Kristján kaupmaður Gíslason fengi einnig sýsluábyrgð fyrir frystihússbyggingu. Hafnargerð á Sauðárkróki var einnig mikið deilumál, en þá var Krókurinn ennþá einn af hreppum sýslunnar. Barðist Pálmi Péturs- son, sýslunefndarmaður Sauðárkróks, og síðar Pétur Hannesson mjög fyrir því, að sýslan styrkti hafnargerðina. Málið kom að sjálf- sögðu fyrir fjárhagsnefnd sýslunefndarinnar og þríklofnaði hún. Tveir nefndarmenn vildu ekki að sýslan veitti neitt fé til hafnar- gerðarinnar, við Pétur Hannesson nefndum hins vegar ákveðna fjár- hæð frá sýslunni, en Sigurður sýslumaður flutti miðlunartillögu. Út af þessum ágreiningi komst á kreik vísa, sem ég man nú ekki lengur hvernig var, en ég hygg, að hún sé eftir Stefán Vagnsson. Efni henn- ar var hins vegar eitthvað á þá leið, að okkur Pétri Hannessyni hæfði bezt búseta á hanabjálkaloftinu, sýslumanni á stofuhæðinni en hin- um tveimur í kjallaranum. Um það var einnig all-hart deilt, hvort leyfa ætti Kristjáni kaup- manni Gíslasyni að ala refi í Málmey og láta þá ganga þar lausa, en um það þurfti að sækja til sýslunefndar. Ég barðist gegn því og var fellt að veita þetta leyfi. Hvað hefði gerzt, ef ís hefði komið og allur skarinn hlaupið á land? Nú, samgöngumálin, þá kom nú fyrir, að þar urðu ekki allir sam- mála. Fjárveiting ríkisins til vegamála fór þá eftir því, hversu mikið sýslan lagði fram. Allir aðal-vegir í Skagafirði voru þá sýsluvegir, og sýslan stóð að verulegu leyti undir vegagerðinni í héraðinu. Flestir vildu auðvitað fá vegi sem fyrst, en menn voru á hinn bóginn mis- jafnlega fúsir til að leggja á þau gjöld, sem til þess þyrfti. — Voru ekki miklir garpar samtímis þér í sýslunefndinni? — Jú, jú, þetta voru fyrirferðarntiklir rnenn, sumir hverjir, ósmeykir við að tala eins og þeim bjó í brjósti og mæltu þá ekki ávallt neinni tæpitungu. Vil ég í því sambandi nefna prestana sr. Arnór í Hvammi, sr. Hallgrím í Glaumbæ, sr. Pálma í Hofsósi og svo sr. Hálfdán Guðjónsson, sem sat í sýslunefnd sem varamaður Pálma Péturssonar. Oft elduðu þeir grátt silfur, sr. Arnór ogsr. Hall- grímur. Var hvorugur mikið fyrir að láta í minni pokann og höfðu inargir gaman af orðaskiptum þeirra. Þeir voru sammála í pólitík- inni (þó ekki um samvinnumál), en ég held að þeir hafi verið ósam- mála um flest annað milli himins og jarðar. Arnór hafði gaman af því að espa menn á móti sér. Hann átti það til, að taka sérstaklega fyrir nýliða í sýslunefndinni og hafði þá gaman af ef þeir svöruðu honum fullum hálsi. Okkur séra Arnóri lenti einu sinni saman út

x

Glóðafeykir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Glóðafeykir
https://timarit.is/publication/1145

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.