Glóðafeykir - 01.11.1973, Page 42

Glóðafeykir - 01.11.1973, Page 42
42 GLÓÐAFEYKIR af vegamálum. Ég hafði gert aðra tillögu urn skiptingu sýsluvegafjár en sama,öno'umálanefndin, en sr. Arnór var formaður hennar. Er ekki að sökum að spyrja, að upphófust heljar skanrmir. Fór svo fram um hríð, og var þá gefið kaffihlé. Er við vorum á leið frá kaffinu kallaði sr. Arnór í mig, dró upp brennivínspela og sagði um leið og hann rétti mér hann: „Mikið andskoti var þetta gaman.“ Ég tók undir það, en sagði svo að við gætum nú látið þessu lokið. „Nei, nei,“ hrópaði þá sr. Arnór, „ég byrja aftur.“ — Var ekki oft fjölmenni á sýslufundunum? — Jú, það var það. Sæluvikan, sem þá nefndist sýslufundarvika, stóð þá yfir samtímis sýslufundinum. Það var því margt um mann- inn á Króknum og oft fullt hús á sýslufundunum. Menn voru sólgnir í að fylgjast með umræðum þar. Ég er ekki frá því, að áheyrendur hafi stundum kynt undir umræðunum með nærveru sinni, og vissu- lega lyfti það fundunum og setti á þá skemmtilegri svip, að rnargir fylgdust með umræðum. — Við ræddum hér áðan um kaupfélagið ykkar í Fljótunum, en hvað viltu segja um samvinnuhreyfinguna eins og hún er í dag? — Já, það er nú það. Ég held, að ekki fari hjá því, að við, sem starfað höfum í samvinnuhreyfingunni áratugum saman, finnum, að ekki er þar allt eins og áður var. Andi hreyfingarinnar, ef svo má að orði komast, er breyttur, hinn almenni áhugi á starfinu minni en áður fyrr, einstaklingarnir fjarlægari félagsskapnum. Þegar við Fljótamenn vorum að berjast fyrir okkar litla kaupfélagi voru allir barmafullir af áhuga, allir vildu taka þátt í starfinu, leggja sitt af mörkum til eflingar félagsskapnum. Þannig held ég að það liafi einnig verið annars staðar. Nú finnst mér skorta skilning á gildi sam- vinnunnar fyrir þjóðina og kannski einnig á því, að einstaklingur- inn á að vinna fyrir hreyfinguna og hreyfingin fyrir einstaklinginn. Þetta verður ekki aðgreint. Vera má, að of mikil áherzla sé lögð á gróðasjónarmiðið. Auðvitað þurfa félögin að vera fjárhagslega traust til þess að geta veitt þá þjónustu, sem af þeim er krafizt. En það má ekki verða á kostnað félagsmannsins. Hinn mannlegi þáttur í starfinu má aldrei gleymast. Einstaklingarnir eru margir hverjir heldur ekki nógu trúir félagsskapnum, ekki nógu hreinskilnir gagn- vart félagi sínu. Þaðætti öllum að vera ljóst, að samvinnuhreyfingin hefur lyft Grettistökum og komið á margvíslegum umbótum, eink- um á sviði viðskiptamála. Þó eru verkefnin enn óþrjótandi. Grundvallarhugsun samvinnustefnunnar er að styðja þann, sem

x

Glóðafeykir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Glóðafeykir
https://timarit.is/publication/1145

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.