Glóðafeykir - 01.11.1973, Side 44

Glóðafeykir - 01.11.1973, Side 44
44 GLÓÐAFEYKIR það er, sem betur fer, enginn uppgjafarhugur í Fljótamönnum. Ýmsar framfarir urðu hér með seinni skipunum og stafaði fyrst og fremst af samgönguleysinu. En menn búa hér yfirleitt vel og hafa góð og gagnsöm bú. Við eigum ýmsa möguleika lítt eða ekki uotaða í Fljótum. Mér sýnist, að ræktun hlunninda eigi að geta gefið hér góðan arð. Æðarvarp hefur aukizt eða a. m. k. haldizt í horfi á síðari árum, þar sem um það er að ræða, og lax- og silungsgengd í ám og vötnum hér á að vera auðvelt að stórauka. Ég hef tröllatrú á því, að þar eigi Fljótamenn mikinn ónotaðan auð. — Nei, ég kvíði ekki fyrir framtíð Fljótanna og ég er þakklátur fyrir að hafa fengið að lifa þar svo langan dag. Maonús H. Gíslason. o Prentvillur í síðasta (13.) hefti Glóðafeykis eru prentvillur nokkrar, en flestar meinlausar. Sú er einna verst, að þar sem greind eru, á bls. 35, nöfn skagfirzkra húsmæðra, er sóttu húsmæðraviku í Bifröst, er Olöf á á Ríp talin Gunnarsdóttir í stað Guðmundsdóttir. Á bls. 51, neðarlega í annarri málgrein, stendur var fyrir varð: „Jafnframt varð hann og bæjarfógeti á Sauðárkróki" o. s. frv. Á bls. 76 neðarlega stendur Skagafjarðardal fyrir Skagafjarðardali, neðar á sömu síðu þröfnumst fyrir þurfnumst og efst á næstu síðu var fyrir varð: „Ferðinni varð ekki skotið á frest.“ G. M.

x

Glóðafeykir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Glóðafeykir
https://timarit.is/publication/1145

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.