Glóðafeykir - 01.11.1973, Page 45

Glóðafeykir - 01.11.1973, Page 45
GLÓÐAFEYKIR 45 Úr Leirgerði FRAMHALD Nítján hundruð fjörutíu og níu byrjaði Jón skáld ballið með því að senda sekreteranum eftirfarandi ljóð: Settur enn er sýslufundur, sumarið hann með sér ber; gleði- verða engin -undur, ekki Sæluvikan er — en þó má enginn eins og hundur inni fýldur sitja hér. Vona ég að gleði í geði o o o geisli enn í vinahóp, því Stefáni á bragabeði blíður Drottinn orðsnilld skóp; vona ég hann vísur kveði, svo verði úr því kvæðasóp. Vorið 1949 var hið mesta harðindavor. Sýslufundur hófst 28. apríl og stóð til 7. maí; gekk þá ekki á öðru en stórhríðum og illviðrum. Þá orti Bakkaskáld til ritara: Argur stormur úti gnýr, orri fanna-skýja. En okkar milli ennþá býr yndisþokki og hlýja. Stefán! Allt ég þakka þér. Þín skal minning lifa! En þín störfin eru hér upp þingmál að skrifa.

x

Glóðafeykir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Glóðafeykir
https://timarit.is/publication/1145

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.