Glóðafeykir - 01.11.1973, Page 48

Glóðafeykir - 01.11.1973, Page 48
48 GLÓÐAFEYKIR Þakka é° veitta vinsemd alla O vinur góður, fríður sýnum. Þín mun hróðrarharpan gjalla höfuðsverði yfir mínum. Þá orti ritarinn aftur til Jóns vinar síns: Kominn er í okkar sal öflugur, sem forðum, hann, sem við hvert hanagal hreyfir snjöllum orðum. Da«a 02, nætur vaskur vann, O O vanur að erja og svarnla (sbr. Ævirímti). Elli lítið á við hann eins og Ohurshill gamla. Báðir lengi börðust þeir, bitu vopnin slyngu. í bræði hafa báðir tveir bölvað þjóðnýtingu. Á ævi beggja alþjóð leit eins, að 'hinzta kveldi, þótt annar réði einni sveit, en annar Bretaveldi. Aldrei hneit við hjartastað háskaleitinn vigur. Annar reit — en annar kvað, unnu teitir sigur. Meðan strengi stillir þjóð, og stör á engi finnum, báðir lengi lands um slóð lifa í drengja minnum. Þess má geta, að Jón á Bakka er jafnaldri Churchills og engu óern- ari í sjón og raun.

x

Glóðafeykir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Glóðafeykir
https://timarit.is/publication/1145

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.