Glóðafeykir - 01.11.1973, Síða 54

Glóðafeykir - 01.11.1973, Síða 54
54 GLOÐAFEYKIR hefur unnið starf sitt sem mest í kyrrþey, enda vissi hann vel, að ræktunarstarfið tekur langan tíma, og allt skrum og ótímabær aug- lýsingastarfsemi var honum á móti skapi. . . Árið 1947 kvæntist Stefán Sesselju Jóhannsdóttur, fyrrum bónda á Brekku í Svarfaðardal, Sveinbjarnarsonar bónda þar, albróður síra Zófoníassonar í Viðvík, Halldórssonar, og konn hans Sesselju Jóns- dóttur, ráðsmanns á Tjörn í Svarfaðardal, Jóhannssonar, og konu hans Stefaníu Hjörleifsdóttur prests Guttormssonar. Voru foreldrar Sesselju yngri systkinabörn. Þau Stefán og Sesselja eignuðust 6 börn, dætur 5 og 1 son, og var hið yngsta þriggja ára, er faðir þeirra lézt. Stefán Jónsson var í hærra lagi, frekar grannvaxinn og giannleit- ur, eigi andlitsfríður en sviphlýr, tiltakanlega prúður og hugnaðist hverjum manni vel. Var að honum hinn mesti mannskaði. Eirikur Sigmundsson, bóndi að Fagranesi á Reykjaströnd, andað- ist þ. 10. október 1964. — Fæddur var hann í Gunnhildargerði í Hróarstungu austur, sonur Sigmundar bónda þar Jónssonar og konu hans Guðrúnar Sigfúsdóttur. Var Eiríkur albróðir Þóreyjar Hansen, sjá Glóðafeyki 1972, 13. hefti, bls. 58. Eiríkur óx upp með foreldrum sínum og stórri fjölskyldu; voru þau 10 systkin og komust 9 upp, óvenju myndarleg og gervi- leg öll, s\o að til var jafnað austur þar. Eiríkur tók við búi í Gunnhildargerði 1918. Dvöldust foreldrar hans þar hjá hon- um og létust bæði á árinu 1925. Eftir það brá Eiríkur búi og- hvarf vestur hingað til Skagafjarðar, ef til vill að ráði Þóreyjar systur sinnar, er áður hafði hingað fluttzt, og Kristjáns eiginmanns hennar, sem jafnan reyndist Eiríki, fátæk- um manni, afburðavel. Nýkvongaður reisti Eiríkur bú á Grófargili á Langholti 1928 og bjó þar til 1935, fór þá byggðum að Reykjum á Reykjaströnd og bjó þar til 1939, þá í Hólakoti í sömu sveit til 1943, er þau hjón settust á Fagranes og bjuggu þar nreðan Eiríkur lifði, síðustu árin ásamt með börnum sínunr. Árið 1928 gekk Eiríkur að eiga Birmi Jónsdóttur, bónda á Grófar- gili, Benediktssonar, síðast bónda á Syðra-Skörðugili, Kristjánssonar, og konu hans Sigurlaugar Brynjólfsdóttur á Ölduhrygg í Svartárdal. Oddssonar. Börn þeirra eru 5: Jón, bóndi á Fagranesi; Guðrún, lrús- Eirikur Sigmundsson
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Glóðafeykir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Glóðafeykir
https://timarit.is/publication/1145

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.