Glóðafeykir - 01.11.1973, Qupperneq 67
GLOÐAFEYKIR
67
sonar prests að Ríp, Bjarnasonar, og konu hans Margrétar Arna-
dóttur bónda í Stokkhólma, Sigurðssonar.
Arni var hinn fjórði í aldursröð 6 systkina. Móðir þeirra dó, eftir
langtarandi veikindi, er Árni var tæpra 7
ára gamall. Er sýnt þótti að hverju fór, var
hann tekinn í fóstur af föðurbróður sínum,
Árna bónda og oddvita á Reykjum í
Tungusveit, síðar bankagjaldkera á Akur-
eyri, og konu hans Steinunni Jónsdóttur
prests á Mælifelli, S\einssonar. Hjá þeint
ágætishjónum ólst hann upp fram yfir
fermingaraldur. Hann stundaði nám í
Hólaskóla og lauk prófi þaðan 1914, var
við kennslu á ýmsum stöðum næstu árin
svo og verzlunarstörf í Hofsósi.
Árið 1918 kvæntist Árni Signrveigu Frið-
riksdóttur á Reykjum í Hjaltadal, Jóhannessonar bónda þar og
hreppstjóra, Þorfinnssonar, og unnustu hans Unu Sigurðardóttur á
Hofdölum ytri. Þau reistu bú á Kjarvalsstöðum í Hjaltadal 1919 og
bjuggu þar til 1923, er þau keyptu Kálfsstaði, fluttu þangað búferl-
um og bjuggu þar óslitið rúm 40 ár, til hausts 1964, er þau brugðu
búi og hurfu til Sauðárkróks.
Þrjú eru börn þeirra hjóna: Una, verkakona og rithöfundur á
Sauðárkróki; Friðrik, bifreiðasali í Reykjavík; Árni, iðnverkamaður
á Sauðárkróki.
Árni Sveinsson var meðalmaður á velli, grannvaxinn, liðlegur í
hreyfingum, íþróttamaður á yngri árum, sundmaður góður og glím-
inn. Hann var vel farinn í andliti, rauðhærður í æsku en dökknaði
hárið, móeygur og fagureygur. Hann var ágætlega gefinn, búinn
fjölþættum hæfileikum, víðlesinn, félagslyndur, áhugasamur um
almenn mál, hugsjónamaður meiri en raunsæis og gætti þó stundum
nokkurra andstæðna í hugsanaferli hans. „Hann var í fararbroddi
um flest eða öll féla^s- 02; menninsrarmál sveitar sinnar í hálfan
fimmta áratug.“ (S. St.). Árni gekkst fyrir stofnun ungmennafélags
í Hólahreppi og var lengi formaður þess; hann sat í skólanefnd ná-
lega 30 ár og lengstum formaður; var í hreppsnefnd, í stjórn bún-
aðarfélags og Sparisjóðs Hólahrepps, formaður lestrarfélags og helzti
frömuður meir en 20 ár. Meðhjálpari í Hóladómkirkju var hann í
áratugi og ágætur liðsmaður í söngkór kirkjunnar, enda söngmaður
góður og tónelskur. Hann var einlægur trúmaður og unni kirkju
Arni Sveinsson