Glóðafeykir - 01.11.1973, Page 69

Glóðafeykir - 01.11.1973, Page 69
GLÓÐAFEYKIR 69 ráðst til sjúkrahússins á Sauðárkróki 1923, þrítug að aldri, nam undirstöðuatriði hjúkrunarfræða hjá Jónasi lækni Kristjánssyni, þeim ágæta manni og afburða lækni, starfaði sem hjúkrunarkona og síðan yfirhjúkrunarkona við þetta gamla og góða sjúkrahús unz það \ar lagt niður í árslok 1960, er risið var hið nýja og glæsilega Héraðssjúkrahús Skagfirðinga; þá tók hún við umsjón með gamal- mennadeildinni þar og hafði hana á hendi meðan máttur leyfði —- og lengur þó. Hallfríður Jónsdóttir var væn kona á vöxt, dökkhærð, fölleit, fríð og fyrirmannleg. Hún naut óskiptrar virðingar, trausts og vináttu þeirra mörgu, er henni kynntust. Hún kom hverjum manni fyrir sem ímynd hinnar fullkomnu hjúkrunarkonu: Tiginmannleg og forkunnarfríð, s\ ipfai ið festulegt og hreint, líknandi hendur og hlý- leg orð: óhagganleg stilling og æðrulaus ró, sem vakti von og traust. Það \ar sem birti yfir svip sjúklinganna er þessi höfðinglega, hljóð- láta kona gekk á milli rúmanna; hún gat líka brugðið á glens, þegar \ ið átti. Hún var sjúklingum sem móðir og systir. Hallfríður „á spítalanum" \ar ekki „lærð“ hjúkrunarkona. Þó mun hiin hafa verið prýðilega að sér. 1 víðlendu læknishéraði, þar sem er allstórt sjúkrahús en aðeins einn læknir, sem sinnir bæði héraði og sjúkrahúsi, svo sem lengstum var allan starfstíma Hall- fríðar, hlýtur þung ábyrgð að hvíla á herðum yfirhjúkrunarkonu. Hallfríði brast hvorki þrek né gifta til að rísa undir þeirri ábyrgð. Hún gerði miklar kröfur til sjálfrar sín, minni til annarra. Ævistarf hennar \ar köllunarstarf. Fyrir því varð það öðrum til ómældrar blessunar. Sigurlaug Jósafatsdóttir, verkakona á Sauðárkróki, lézt 27. okt. 1965. — Hún var fædd í Krossanesi í Vallhólmi 6. des. 1891, dóttir fósafats Guðmundssonar og konu hans Guðrúnar Ólafsdóttur. Var Sigurlaug alsystir Soffíu, konu Jóns á Bessasúiðum, sjá hér að framan. Sigurlaug ólst upp með foreldrum sínum í Krossanesi. Missti móður sína árið 1901, 10 ára gömul, var áfram með föður sínum og fluttist með honum að Syðri-Hofdölum 1914. Úr föðurhúsum fór hún að Geldingaholti til Soffíu systur sinnar og Jóns eiginmanns hennar, er þar bjuggu nokkur ár, og síðan til Sauðárkróks, þar sem hún réðst starfsstúlka við sjúkrahúsið. Fyrir sjúkrahúsinu stóð þá Arnljótur Kristjánsson. Hann lézt 1928. Gerðist þá Sigurlaug spítalaráðskona og gegndi þ\ í starfi um 5 ára skeið. Fór þá til dóttur

x

Glóðafeykir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Glóðafeykir
https://timarit.is/publication/1145

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.