Glóðafeykir - 01.11.1973, Síða 75

Glóðafeykir - 01.11.1973, Síða 75
GLÓÐAFEYKIR 75 Þau Jón og Guðrún bjuggu í Hjaltastaðahvammi frá 1883 til alda- móta, og þar fæddust börn þeirra átta. Fátæk voru þau hjón löngum, einkum framan af árum, enda ómegð mikil, örlæti og rausn um efni fram. Jón var hagsýnn, eljumaður einstakur, gæflyndur og góð- viljaður. Guðrún var stórborin í lund, skörugur í sjón og raun og sást eigi alltaf fyrir, hetja til líkama og sálar, hjartaprúð og öllum sem móðir, fór líknandi höndum um mein manna og málleysingja, einstök manneskja um marga hluti. Jóhannes óx upp með foreldrum sínum í fríðum systkinahópi og fluttist með þeim að Þorleifsstöðum aldamótaárið. Árið 1917 kvæntist hann Mdlfríði Benediktsdóltur, ættaðri af Skagastriind, mikilli gæðakonu. Arið eftir tóku þau við búi af foreldrum Jóhannesar, er dvöldust hjá þeim það sem eftir var ævi. Á Þorleifsstöðum bjuggu þau hjón til 1944, er þau seldu jörðina í hendur syni sínum og tengdadóttur, en voru þar síðan í húsmennsku meðan Jóhannes lifði. Börn þeirra tvö komust upp: Hólmsteinn, bóndi á Þorleifsstöðum, og Hólmfríður, luisfreyja á Bárustöðum hjá Hvanneyri syðra. Son misstu þau ungan, Jón Benedikt. Jóhannes á Þorleifsstöðum var góður meðalmaður á hæð, grann- vaxinn, toginleitur, andlitsfríður. Hann var traustur maður, hygg- inn og forsjáll, góður bóndi, einstakur snyrtimaður í öllum búnaði. Þorleifsstaðir voru um hríð mikil landbrotajörð af völdum Héraðs- vatna. Það tjón, sem leiddi af landmissi, unnu þeir feðgar upp með landbótum. Jóhannes var ágætur ferðamaður á gamla og góða vísu, hesta- maður góður sem þeir fleiri bræður, frábærlega laginn að laða fram það bezta, er bjó með hverjum fola, enda hárglöggur á eðli og eig- indir hesta. Hann var dýravinur og sérlega nærfærinn við skepnur; var ósjaldan leitað ráða hans og hjálparhanda og lánaðist vel; féll eplið þar eigi langt frá eikinni, þar sem móðir hans var. Jóhannes á Þorleifsstöðum var hógvær maður og geðfelldur á al 1- an hátt. Hann var manna glaðastur í sinn hóp og lék á als oddi. Hann var geðfastur, tryggur í lund, virtur og vinsæll af sveitungum og samferðamönnum, enda dáðadrengur. Síðustu árin var hann far- inn að heilsu, förlaðist þá og sýn, svo að nálgaðist blindu. Jóhannes Jónsson
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Glóðafeykir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Glóðafeykir
https://timarit.is/publication/1145

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.