Glóðafeykir - 01.11.1973, Blaðsíða 86

Glóðafeykir - 01.11.1973, Blaðsíða 86
86 GLOÐAFEYKIR í vatnavöxtum gat gamanið hins vegar gránað. Þá gat laust hey flot- ið á brott og jafnvel sæti, ef þannig viðraði. En Jón kunni vel til verka í Húsabakkaflóa. Jón á Húsabakka var hár maður og grannvaxinn, mikið þrek- menni, lét sér fátt í augum vaxa, þar sem til þurfti áræði og karl- mennsku, fór þó að öllu með gát og flanaði aldrei að neinu, fumlaus maður os: traustur. Hann ól svo til allan sinn aldur á bökkum Héraðsvatna — á Völlum fyrst og síðan á Syðri-Húsabakka, þar sem Vötnin falla fast að bæjarveggnum. Jóni þótti vænt um Héraðs- vötn; komst þó oft í krappan dans og lenti í mörgum svaðilförum, en lét jafnan lítið yfir. Nótt eina síðla hausts frusu tveir menn inni á lítilli bátskel á Grundarstokk miðjum, og komust hvorki fram né aftur. Þarna urðu þeir að láta fyrir berast unz kominn var mann- heldur ís, matarlausir og illa búnir, en hörkufrost var á. Jón, sem þá var ungur maður á Völlum, lagði í þá tvísýnu að færa þeirn félögum fatnað og matföng. Renndi hann borðum eftir krepstellunni og mjakaðist áleiðis til þeirra félaga á höndum og hnjám — og maga. Var eigi fljótfarin sú glæfraför, en giftusamlega tókst hún. Héraðs- vötn brostu líka oft við Jóni, þar sem þau líða frarn um Eylendið. breið, kyrrlát og hljóð, þegar öllum ærslum sleppir. Og stundum færðu þau honum drjúgan feng, því að Jón var hneigður til veiði- skapar og laginn veiðimaður. Jón á Syðri-Húsabakka var prýðilega gefinn maður, lesinn og fróður, hafði tiltækar söafur um menn oo málefni oo- kunni vel með að fara; glettinn oft og gamansamur, þótt undir byggi alvara; skipti sjaldan skapi en fastur fyrir, ef á var leitað; mikill drengskapar- rnaður, heillundaður og óhvikull. Hann var sönghneigður og lék á hljóðfæri, smiður góður að náttúrufari og lék margt í höndum. Pdll Magnússon, fyrrum bóndi í Jaðri hjá Glaumbæ, lézt af slys- förum þ. 7. sept. 1966. — Hann var fæddur að Garðakoti í Hjaltadal 15. maí 1890. Foreldrar: Magnús bóndi þar Vigfússon, hreppstjóra á Grundarlandi í Unadal (albróðir Steins í Stóru-Gröf), Vigfússonar bónda í Vík í Sæmundarhlíð, Ólafssonar, og kona hans Guðrún Stefánsdóttir bónda á Hrafnhóli í Hjaltadal, Stefánssonar, og konu hans Þuríðar Þorkelsdóttur frá Kleif á Árskógsströnd. Albróðir Páls var Björn, símstjóri á Borðeyri og síðar Isafirði. Páll lifði bernskuár sín í Garðakoti. Átta ára gamall missti hann móður sína, var eftir það á ýmsum stöðum og fyrst með föður sínum. Var um eitt skeið ferjumaður við Vesturós Héraðsvatna. Rösklega
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Glóðafeykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Glóðafeykir
https://timarit.is/publication/1145

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.