Glóðafeykir - 01.11.1973, Qupperneq 87
GLÓÐAFEYKIR
87
tvítugur gekk hann að eiga Ingibjörgu Jónsdóttur bónda og hag-
yrðings á Akri á Skaga, Gottskálkssonar bónda á Mallandi hinu ytra,
Eiríkssonar, og konu hans Guðrúnar Guðmundsdóttur vinnumanns
á Hofi á Skagaströnd, In’gimundarsonar, og
Katrínar Benediktsdóttur á Brandaskarði.
Þau Páll og Ingibjörg settu saman bú í
Miklagarði hjá Glaumbæ árið 1922 og
bjuggu jjar (i ár, þá í Holtskoti 1928—1932,
í Heiðarseli (Dalsá) í Gönguskörðum 2 ár
og loks í Jaðri um 30 ár, fram yfir 1960;
voru síðan 1 ár í Holtskoti en fluttu þaðan
til Sauðárkróks. Þau hjón eignuðust 2 dæt-
ur: Guðrúnu, áður húsfreyja í Holtskoti,
nú á Akureyri, og Birnu, sem er sjúkliugur
í Reykjavík.
Eigi var Páll efnamaður talinn, en þó
góður bóndi og komst vel af- Hann hafði lítið bú en sérlega snoturt;
fóðraði skepnur manna bezt; umgengni öl 1 og þrifnaður frábær, svo
að telja mátti nostur; var og gagnsemi búpenings í fullu samræmi
við alla umhirðu.
Páll Magnússon var ríflega meðalmaður á velli, þrekvaxinn og
burðagóður, myndarlegur í sjón. Hann var geðbirgðamaður og ör
í lund, en sáttfús að sama skapi. Hann var vandaður maður í orði
og athöfn, vinsæll maður og vel látinn og átti sér ekki óvildarmann.
Hrólfur Þorsteinsson, fyrrum bóndi á Ábæ og Stekkjarflötum, lézt
þ. 14. okt. 1966. — Hann var fæddur í Litladalskoti (nú Laugar-
dalur) í Dalsplássi 21. maí 1886, sonur Þorsteins bónda á Skata-
stöðum í Austurdal Sigurðssonar, bónda í Gilhagaseli, Sigurðssonar
bónda á Mosfelli í Svínadal, Þorleifssonar, og konu hans Ingibjargar
Guðmundsdóttur bónda á Hömrum á Fremribyggð, Hannessonar
bónda þar, Ásmundssonar, en kona Guðmundar á Hiimrum og
móðir Ingibjargar var María Ásgrímsdóttir Hallssonar, bónda í
Geldingaholti.
Hrólfur óx upp með foreldrum sínum á Hofi í Vesturdal og síðan
á Skatastöðum. Árið 1908 kvæntist hann Valgerði Kristjánsdóttur
bónda Kristjánssonar á Ábæ og konu hans Ingibjargar Jónsdóttur;
var Valgerður alsystir Ólafs smiðs, sjá þátt um hann í Glóðafeyki
1970, 11. hefti, bls. 47. Þau reistu bú á Ábæ vorið 1909 og bjuggu
þar til 1912, þá eitt ár á Skatastöðum, hurfu aftur að Ábæ og bjuggu
Páll Magm'isson