Glóðafeykir - 01.11.1973, Page 88
88
GLÓÐAFEYKIR
þar til 1929, er þau fluttu búferlum að Stekkjarflötum á Kjálka.
Þar voru þau við bú meðan Valgerði entist aldur, en hún lézt 9.
janúar 19fi0. Eftir það dtaldist Hrólfur áfrarn á Stekkjarflötum
með dóttur sinni og tengdasyni, unz yfir
lauk.
Börn þeirra hjóna eru 7: Friðfinna, hús-
freyja á Akureyri; Ingibjörg, húsfreyja á
Lýtingsstöðum; Jórunn, húsfreyja á Ey-
vindarstöðum í Eyjafirði; Kristbjörg, luis-
freyja í Þjórsártúui syðra: Kristján, bóndi
á Syðri-Hofdölum; Stefán, bóndi á Keldu-
landi: Anna, húsfreyja á Stekkjarflötum.
Hrólfur Þorsteinsson var meðalmaður á
hæð, grannur frekar og liðlega vaxinu.
skjótur í hreyfingum, hvatur í spori, svo að
á orði var haft. Hann var fölleitur og
grannleitur, fríður og \el á sig kominn á allan liátt. Hann var frá-
bærlega gestrisinn og greiðvikinn, sem og bæði þau hjón, glaðvær
og geðljúfur, hverju sem fara gerði, flestum mönnum vinsælli.
Hrólfur var vel gerður maður. Hann var ungur alla ævi, líkamlega
jafnt sent andlega. Honum voru í öndverðu gefnar þær náðargáfur,
sem fólgnar eru í bjartsýni og léttu lundarfari, í óbilandi lífsfjöri,
í óbrigðulli góðvild til alls og allra. Fyrir þ\í auðnaðist honum að
varðveita með sjálfum sér fld æskunnar til efsta dags.
Hrólfur á Stekkjarflötum var dalabarn. Hann unni Skagafjarðar-
dölum, unni fjöllunum, öræfunum. Hann var fágætur fjallagarpur
og gönguhrólfur. A hausti hverju. allt frá barnsaldri, fór hann í fjall-
ocinour o°' öræfaleitir 02 oft er komið var á vetur fram, síðast nokkr-
um döofum áður en hann lézt. með 80 ár á baki. Oft lenti hann í
O
mannraunum og svaðilförum ýmiss konar, óð beljandi ár í hörku-
frosti, lá úti í stórhríðum og illviðrum — og kom heirn hress í bragði,
heill á líkama og sál, sem verið hefði í skemmtiferð. Björgun f jár úr
helgreipum vetrar á auðnum uppi, samlífið við fjöll og öræfi og
ósnortna náttúru — þetta var Hrólfi nauðsyn og nautn. Hann gat
líka notið veðurblíðunnar í dalnum, fundið unað vorsins streyma
gegnum æðarnar, séð grasið gróa og lömbin stækka, notið þeirrar
daladvrðar, sem er önnur 02 áfenoari en annars staðar. Hann var
dalabarn.
Hrólfur Þorsteinsson