Glóðafeykir - 01.11.1973, Blaðsíða 92
92
GLOÐAFEYKIR
hnikað; hann sameinaði það á óvenjulega augljósan liátt, að vera
„þéttur á velli og þéttur í lund.“ Hann var mikill áhugamaður og
dugnaðar, gæddur óbilandi kjarki og fumlausu áræði.
Valdimar Guðmundsson var maður trúrækinn, hreinskiptinn,
rammtraustur í öllum viðskiptum, mikill manndómsmaður.
LEIÐRÉTTING
Inn í þáttinn um Erlend Helgason („Fallnir félagar") í síðasta
(13.) hefti Glóðafeykis hafa slæðzt nokkrar villur. Þar segir á bls. 69,
í 3. línu að ofan, að Helgi hafi reist bú á Þorljótsstöðum 1907. Þetta
er rangt, sem raunar má sjá. Þarna er átt
við Erlend, en ekki Helga föður hans. I
næstu málsgrein á sömu síðu hafa einnig
orðið nafnabrengl. Þar sem segir: „Var
Helga, alsystir Guðrúnar, konu Sveins Sig-
urðssonar“ á vitaskuld að standa: Var Guð-
ríður, alsystir Guðrúnar, o. s. frv.
Mynd af Erlendi Helgasyni var ekki til-
tæk, er síðasta hefti fór í prentun. Hér
kemur myndin.
G. M.
Erlendur Helgason
PRENTVF.RK ODDS B JORNSSONAR HF.