Glóðafeykir - 01.11.1977, Page 12

Glóðafeykir - 01.11.1977, Page 12
10 GLOÐAFEYKIR Um Héraðsbókasafn Skagfirðinga Ég hef hripað þessa sundurlausu fróðleiksmola eftir beiðni, en ekki vegna þess, að ég telji þekkingu mína á viðfangsefninu svo mikla, að ég sé aflögufær í því efni. Því er ritsmiðin ekki hugsuð sem fræðileg ritgerð, heldur aðeins til fróðleiks þeim. sem kynnu að vilja vita eitthvað um upphaf og sögu Héraðsbókasafns Skagfirðinga. Heimildir eru eink- um Saga Sauðárkróks eftir Kristmund Bjarnason (sjá heimildaskrá þar) og fundargerðabók stjórnar safnsins, sem nær afmr til ársins 1937; enn fremur persónulegur kunnugleiki síðustu r\'ö árin. Elzta ritaða heimild, sem varðveitzt hefur varðandi stofnun bókasafns fyrir Skagafjarðarsýslu, er bréf, sem sr. Zóphónías Halldórsson i Viðvík skrifaði sýslunefnd Skagafjarðarsýslu árið 1898, en þar leggur hann til, að sýslubókasafn verði stofnað. Ekki varð þó lir því í bráð, en í stað þess var samþykkt, að nefnd manna, sem sýslunefnd kysi, sæi um út- vegun bóka úr Amtsbókasafninu á Akureyri, sem þá skyldi, svo sem nafnið bendir til, þjóna Norðlendingafjórðungi öllum. Að tillögu amt- manns skyldi síðan einn maður annast bókapöntun og útlán og bera ábyrgð á skilum. Sendi þessi fulltrúi síðan bækurnar til lestrarfélaga í sóknunum, eða til einhvers áreiðanlegs manns, þar sem lestrarfélög voru ekki. Þessi hátrnr þótti ekki gefast vel, og lagðist því fljótlega niður. Arið 1904 var síðan ákveðið að stofna sýslubókasafn á Sauðárkróki. Veitti sýslunefnd til þess 100 kr. og landssjóður jafn mikið. Þrír menn voru kosnir til að semja reglugerð safnsins og kaupa inn bækur. Næsta ár var reglugerðin samþykkt í sýslunefnd, og jafnframt kosin bókasafns- nefnd. Þessi reglgerð, sem þarna var samþykkt, er nú glötuð, sem og önnur gögn um fyrstu starfsár safnsins. Því er margt óljóst um starf- semi þess fyrsm áratugina, s. s. hver sá um útlán, bókakaup, hvaða bækur vom keyptar o. s. frv. Vitað er þó, að Lestrarfélag Sauðárhrepps gaf safn- inu allar bækur sínar árið 1906; má enn finna í safninu gamlar bækur með stimpli lestrarfélagsins. Sýslubókasafnið var frá upphafi til húsa á Sauðárkróki, lengi að Aðal- göm 6. Var Isleifur Gíslason, kaupmaður, þá bókavörður. Þáttaskil verða í sögu safnsins árið 1937, þegar það er flutt í nýtt hús við Suðurgöm, sem reist hafði verið yfir það árið áður. Steingrímur Arason, sem bjó á efri hæð hússins, varð þá bókavörður, og sá um útlán næsm 20 árin. Bóka-

x

Glóðafeykir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Glóðafeykir
https://timarit.is/publication/1145

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.