Glóðafeykir - 01.11.1977, Blaðsíða 12

Glóðafeykir - 01.11.1977, Blaðsíða 12
10 GLOÐAFEYKIR Um Héraðsbókasafn Skagfirðinga Ég hef hripað þessa sundurlausu fróðleiksmola eftir beiðni, en ekki vegna þess, að ég telji þekkingu mína á viðfangsefninu svo mikla, að ég sé aflögufær í því efni. Því er ritsmiðin ekki hugsuð sem fræðileg ritgerð, heldur aðeins til fróðleiks þeim. sem kynnu að vilja vita eitthvað um upphaf og sögu Héraðsbókasafns Skagfirðinga. Heimildir eru eink- um Saga Sauðárkróks eftir Kristmund Bjarnason (sjá heimildaskrá þar) og fundargerðabók stjórnar safnsins, sem nær afmr til ársins 1937; enn fremur persónulegur kunnugleiki síðustu r\'ö árin. Elzta ritaða heimild, sem varðveitzt hefur varðandi stofnun bókasafns fyrir Skagafjarðarsýslu, er bréf, sem sr. Zóphónías Halldórsson i Viðvík skrifaði sýslunefnd Skagafjarðarsýslu árið 1898, en þar leggur hann til, að sýslubókasafn verði stofnað. Ekki varð þó lir því í bráð, en í stað þess var samþykkt, að nefnd manna, sem sýslunefnd kysi, sæi um út- vegun bóka úr Amtsbókasafninu á Akureyri, sem þá skyldi, svo sem nafnið bendir til, þjóna Norðlendingafjórðungi öllum. Að tillögu amt- manns skyldi síðan einn maður annast bókapöntun og útlán og bera ábyrgð á skilum. Sendi þessi fulltrúi síðan bækurnar til lestrarfélaga í sóknunum, eða til einhvers áreiðanlegs manns, þar sem lestrarfélög voru ekki. Þessi hátrnr þótti ekki gefast vel, og lagðist því fljótlega niður. Arið 1904 var síðan ákveðið að stofna sýslubókasafn á Sauðárkróki. Veitti sýslunefnd til þess 100 kr. og landssjóður jafn mikið. Þrír menn voru kosnir til að semja reglugerð safnsins og kaupa inn bækur. Næsta ár var reglugerðin samþykkt í sýslunefnd, og jafnframt kosin bókasafns- nefnd. Þessi reglgerð, sem þarna var samþykkt, er nú glötuð, sem og önnur gögn um fyrstu starfsár safnsins. Því er margt óljóst um starf- semi þess fyrsm áratugina, s. s. hver sá um útlán, bókakaup, hvaða bækur vom keyptar o. s. frv. Vitað er þó, að Lestrarfélag Sauðárhrepps gaf safn- inu allar bækur sínar árið 1906; má enn finna í safninu gamlar bækur með stimpli lestrarfélagsins. Sýslubókasafnið var frá upphafi til húsa á Sauðárkróki, lengi að Aðal- göm 6. Var Isleifur Gíslason, kaupmaður, þá bókavörður. Þáttaskil verða í sögu safnsins árið 1937, þegar það er flutt í nýtt hús við Suðurgöm, sem reist hafði verið yfir það árið áður. Steingrímur Arason, sem bjó á efri hæð hússins, varð þá bókavörður, og sá um útlán næsm 20 árin. Bóka-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Glóðafeykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Glóðafeykir
https://timarit.is/publication/1145

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.