Glóðafeykir - 01.11.1977, Síða 42

Glóðafeykir - 01.11.1977, Síða 42
40 GLOÐAFEYKIR Úr Leirgerði FRAMHALD Nú voru allar vámur af Jóni og sótti hann gunnreifur sýslufund 1953 öllum samstarfsmönnum sínum til gleði, en þó engum meir en sekreter- anum, því að segja mátti að hann væri andlaus, máttlaus og vitlaus á hverjum sýslufundi eða mannfagnaði, ef hann hafði ekki Jón við hlið sér. Stóð nú ekki á að andinn kæmi yfir hann, og í byrjun sýslufundar flutti hann Jóni vini sínum eftirfarandi kvæði og setti hann þannig inn í embættið: Sótt er enn á sýslufund, sem að kætir marga ltrnd. Vitja sinna sæta enn síglöð skáld og listamenn. Þar er Eiður þriflegur, þar er Valla-Haraldur. Þár eru ræðu-þjálfuð-ljón, þar er ég — og Bakka-Jón. Jón, sem þekkir þjóðin öll þegar nefnd eru andans tröll. Jón, er sótti sýslufund sigurreifur langa smnd. Jón„ er manndómsmerkið bar miklu hærra en Sturlungar. Kneyfði — og dró úr kútnum spons — með kvennahylli Salómons. Honum meir en hálfa öld hafa skautað tign og völd — honum, er hvert afrek var eggjun nýrrar framkvæmdar. Honum öflin illa stefnd aldrei veltu úr sýslunefnd. Honum fénast fálkakross til frægðar bæði sér og oss.

x

Glóðafeykir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Glóðafeykir
https://timarit.is/publication/1145

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.