Málfregnir - 01.07.1990, Blaðsíða 4

Málfregnir - 01.07.1990, Blaðsíða 4
að íslendingar sóttu í fyrra um aðild að framkvæmdanefndinni og sýnir hve fljótt sú aðild skilar árangri. Áhrif námskeiðs- ins eiga eftir að koma betur í ljós, en allt bendir til að það sé aðeins upphaf að vax- andi eftirsókn eftir kunnáttu í íslensku og fræðslu um málið. Sumir námskeiðsgesta voru m.a.s. þegar farnir að láta í Ijós óskir um framhaldsnámskeið. Að svo stöddu eru engar ráðagerðir uppi um fleiri námskeið af þessu tagi. Hins vegar hefir íslenski fulltrúinn í framkvæmdanefndinni varpað fram hug- mynd um kynningu á íslenska stafrófinu og íslenskum nafnsiðum í grunnskólum á Norðurlöndum. Sú hugmynd hefir nú verið rædd á tveimur fundum og henni verið mjög vel tekið. Á Reykjavíkur- fundinum í vor var ákveðið að taka málið upp á stjórnarfundi Norrænnar málstöðvar sem haldinn verður á Borg- undarhólmi um miðjan september í tengslum við ársþing norrænu málnefnd- anna. Hugmyndin á rætur að rekja til þess hve torvelt hefir reynst að koma íslenskum nöfnum klakklaust til skila í viðskiptum við aðrar norrænar þjóðir. Við gjöldum þess sífellt að þekking ann- arra á stafrófi okkar og nafnsiðum er ekki þáttur í almennri menntun, ekki einu sinni á Noröurlöndum. Eins og samskiptum þjóða er nú háttað - sér- staklega hinna norrænu frændþjóða - er engin ástæða til að láta við svo búið standa. Það er iniklu fremur skylda okkar að benda á þann þekkingarskort sem torveldar okkur samskiptin og gera heiðarlega tilraun til að bæta úr. Til þess er leikurinn gerður. Vonir standa til að Norræn málstöð láti þetta mál til sín taka að loknum stjórnarfundinum í haust, og verður þá unnt að greina nánara frá þeirri nýstár- legu hugmynd sem hér um ræðir. Mál- fregnir hafa vakandi auga á framvindu þessa máls. - BJ 4

x

Málfregnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Málfregnir
https://timarit.is/publication/1146

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.