Málfregnir - 01.07.1990, Blaðsíða 32
í samræmi við þessi markmið hefur nefndin komið á fót og hyggst koma á fót
undirnefndum eða starfshópum sem eiga að helga sig afmörkuðum málaflokkum.
Þannig hefur verið komið á laggirnar starfshópi um íðorðamál, sem Sigrún Helga-
dóttir er í forsvari fyrir, starfshópi um fjölmiðla, þar sem Þórhallur Vilmundarson er
formaður, og kennslumálahópi undir forystu Heimis Pálssonar. Auk þess er ætlunin
að stofna sérstaka nefnd sem fjalli um stafsetningu og útgáfu réttritunarorðabókar
sem nefndin á að gefa út lögum samkvæmt.
í starfshópunum sitja bæði málnefndarmenn og aðrir sem málnefndinni tengjast, og
er vonast til þess að þannig takist að virkja sem flesta. Þegar þetta er ritað hafa bæði
íðorðahópur og fjölmiðlahópur skilað áætlunum um starfsemi sína, og hefur stjórn
málnefndar lagt blessun sína yfir þær. Er ástæða til þess að vænta góðs af starfi þess-
ara hópa.
Ekki er komin mikil reynsla á þetta fyrirkomulag, og of snemmt er að segja hversu
vel það muni gefast, en vafalaust er það eins í þessum efnum og öðrum að mest er
komið undir framkvæmdum og framkvæmdavilja. í lögunum er gert ráð fyrir að
málnefndin komi saman eigi sjaldnar en einu sinni á ári, en að stjórnin haldi fundi
eftir þörfum. Málnefndin sjálf hefur komið saman einu sinni, en stjórnin hefur
fundað um það bil mánaðarlega, líkt og gamla málnefndin gerði.
Ekki er gert ráð fyrir að nein breyting verði á sambandi málnefndarinnar og
Islenskrar málstöðvar við þessa lagabreytingu. Málstöðin verður áfram skrifstofa
nefndarinnar, og Baldur Jónsson prófessor, forstöðumaður málstöðvarinnar, er rit-
ari nefndarinnar. Megnið af þeirri starfsemi, sem málnefndinni tengist, fer þar fram
eftir sem áður.
Ástæða er til þess að hvetja lesendur Málfregna, sem kynnu að eiga sér einhver
hjartans mál eða áhugamál sem við koma málrækt og þeir vildu koma á framfæri, að
hafa samband við undirritaðan ellegar einhvern annan málnefndarmann eða
starfslið málstöðvar, þvf allur stuðningur er vel þeginn.
Kristján Arnason
Málfregnir koma út tvisvar á ári
Útgefandi: Islensk málnefnd
Ritnefnd: Gunnlaugur Ingólfsson og Kristján Árnason
Ritstjóri: Baldur Jónsson
Ritstjórn og afgreiðsla: íslensk málstöð,
Aragötu 9, ÍS-101 Reykjavík. Sími: (91) 28530,
(91) 622699, (91) 694443
Áskriftarverð: 600 krónur á ári
Prentsmiðja Árna Valdemarssonar hf.
ISSN 1011-5889
ÍSLENSK MÁLNEFND