Málfregnir - 01.07.1990, Blaðsíða 21

Málfregnir - 01.07.1990, Blaðsíða 21
liðinn -Ijós-. Pá fengjust samsetningarn- ar: símaritunarvél eða símariti, símarit og sögnin símarita. Síðan má gera þau enn þjálli með því að fella brott a-ið í síma-. Þá eru komin orðin símriti, símrit og símrita sem Jón Ásgeir Sigurðsson lagði til. Þessi lausn hefir mér fundist býsna álitleg. Hún hefir ekkert umtals- vert á móti sér - nema eitt, eins og ég minntist á í síðasta tölublaði Málfregna (bls. 30). „Símritun samrýmist svo augljóslega íslensku, að flestir halda að þetta nýyrði hafi lengi verið til“, sagði Jón Ásgeir. Og það er einmitt svo: Þetta „nýyrði" og fleiri skyld hafa lengi verið til. Ég skal ekki segja um aldur orðsins símriti að svo stöddu, en hin orðin eru í orðabók Blöndals (1920-24) og voru talin til nýyrða fyrir 70 árum sem vonlegt er. Pau höfðu þá aðra merkingu en þeim væri ætluð nú: símrit var þýtt með „Tele- gram“, símrita með „telegrafere“ og sím- ritun með „Telegrafering“. Hætt er við að upphaflega merkingin sé mörgum íslendingum of nærtæk enn til þess að tímabært sé að bæta nýrri við, og sumum þætti jafnvel nærri sér gengið ef það yrði gert. Þess má geta um starfsheitið símritari, þó að það komi ekki beinlínis þessu máli við, að það var komið til sögunnar fyrir aldamót og er því nærri hundrað ára að minnsta kosti. í orðabók sr. Jónasar á Hrafnagili 1896 (Ný dönsk orðabók með íslenzkum þýðingum) er símritari önnur tveggja þýðinga á danska orðinu Telegrafassistent. í orðabók Blöndals er það þýtt með „Telegrafist“ og hefir jafnan þótt heldur virðulegt starfsheiti. Einnig má búast við að orðið ritsími hafi svipuð rök á móti sér. En nú má spyrja hvort „telefax“ sé nokkuð annað en nýtískulegur ritsími, rétt eins og bílar af nýjustu gerð heita bílar eins og gömlu skrjóðarnir, og nýjustu flugvélar eru gerólíkar þeim elstu, en heita flugvélar samt. Hér hafa orðið hluthvörf, sem svo eru nefnd í merkingarfræðinni. Orðið eldhús er e.t.v. enn skýrara dæmi um þau. Eldhús er kennt við eld, sem þar var eitt sinn kveiktur, en er nú orðinn fágætur í íslenskum eldhúsum. Ef engin saga væri á undan gengin þætti mér ekki ólíklegt að orðin ritsími, símrit og símsenda teldust sóma sér vel í þeim hlutverkum sem um er að ræða. Og orðið símapóstur, sem Guðbrandur Gíslason stakk upp á, virðist geta komið í góðar þarfir, hvað sem öðru líður. Vert er að hyggja að þessu öllu og láta á það reyna hvort fortíð orðanna gerir þau ónothæf í þessum hlutverkum eða hvort við getum látið þau sæta svipuðum örlögum og orðin bíll og flugvél - og eldhús. Þó að þessi orð, sem að ýmsu leyti eru álitlegust fyrir „telefax“, séu svolítið vant við látin er enn um ýmsa kosti að velja. Rafmagnsverkfræðingar hafa bent á orðin myndriti og myndrit, og þá kemur sögnin myndrita af sjálfu sér. Það er augljós kostur. Ef til vill saknar ein- hver merkingarþáttarins ’senda’, og raunar má velta því fyrir sér hvort nauð- synlegt sé að hafa sérstaka sögn um að senda eitthvað með „telefax“-tæki. Það væri þá helst til að keppa við sögnina faxa, sem þykist vera íslenskari en hún er. En eins og Eiður Guðnason benti á ætti alltaf að mega nota sögnina sím- senda, þó að hún eigi sér líka eldri merk- ingu eða tengist eldri tækni. Tillögu rafmagnsverkfræðinga virðist að nokkru leyti stefnt gegn orðunum símabréf og bréf(a)sími „með þeim rök- stuðningi, að hér er ekki um að ræða bréf, sem send eru í pósti“, eins og kom- ist er að orði í Raftækniorðasafni. Þessi röksemd er þó léttvæg því að orðið bréf hefir margar merkingar og þarf ekki að tákna eitthvað sem sent er í pósti. Hins vegar má til sanns vegar færa að síma- bréf þurfi ekki að vera bréf í neinni hefð- 21

x

Málfregnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Málfregnir
https://timarit.is/publication/1146

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.