Málfregnir - 01.07.1990, Blaðsíða 11
tengingarháttar í fyrstu persónu eintölu
og fleirtölu (ekfara > égfari, vit farim >
við föritm o.s.frv.). En þótt nefna mætti
æðimargar breytingar einstakra orða og
jafnvel beygingarendinga, er beygingar-
kerfið í heild sinni óbreytt að kalla.
Orðin beygjast eftir kynjum, tölum,
föllunt, tíðum og háttum; enn eru kynin
þrjú, föllin fjögur o.s.frv.
Aðalatriði málverndar
Eins og ég hefi nú rakið, hafa orðið æði-
miklar breytingar á íslenskum orða-
forða, umtalsverðar breytingar á fram-
burði og ýmsar tilfærslur í beygingu
orða. Samt er því haldið blákalt fram að
íslensk tunga hafi varðveist; og það er
líka dagsatt. Lestur fornbókmenntanna
sannar það, þó að ekki kæmi neitt annað
til. Munur á fornu máli og nýju er ekki
meiri en ofurlítill mállýskumunur hjá
fjölmennum þjóðum.
En í hverju er þá varðveislugaldurinn
fólginn? Eftir því sem best verður séð er
mest um vert að halda sem fastast um
beygingarkerfið sem enn hefir staðið af
sér allt sem yfir þessa þjóð hefir dunið.
Breytingar á beygingu einstöku orða
hafa ekki náð að spilla því. Beygingar-
kerfið er sú burðargrind sem heldur öllu
uppi og heita má að standi óhögguð frá
upphafi íslandsbyggðar.
Niðurstaða þessara málverndarhug-
leiðinga er þá sú, að mestu máli skipti að
beygingarkerfið hrynji ekki. En ég vil
ekki gera lítið úr framburðarþættinum.
Hann einn væri efni í annað erindi.
Slakur framburður getur einmitt stuðlað
að því að mola niður beygingarkerfið,
svo að ekki sé nú minnst á þann sóða-
skap, sem í óskýrum framburði felst. Ég
held að við megum ekki við fleiri hljóð-
kerfisbreytingum en þegar hafa orðið.
Ég minntist áðan á þann háska sem flá-
mælið hefir í för með sér. En vonandi
hefir tekist að bægja þeirri hættu frá.
Það má e.t.v. verða til hughreystingar í
þessu efni að síðustu aldirnar, eða frá því
um 1600, hafa engar umtalsverðar hljóð-
kerfisbreytingar átt sér stað, eins og ég
nefndi áðan, a.m.k. ekki svo, að þær hafi
til fulls náð fram að ganga. Ekki veit ég
hvað því veldur að slíkar breytingar hafa
orðið svo hægfara síðustu aldirnar, en gæti
ekki verið að prentlistin og vaxandi bók-
lestur, ásamt skipulagðri móðurmáls-
kennslu, eigi drýgstan þátt í því?
Málnot
Þetta var um málverndina. Hitt aðal-
atriðið, sem ég sagði áðan að hafa yrði í
huga, er hið hagnýta sjónarmið, þau
óumflýjanlegu sannindi að málið er ekki
dauöur sýningargripur, heldur það tæki
sem við notunt mest og höfunt mesta
þörf fyrir. Og þá kemur til álita hvort
málverndin og notagildið rekast ekki svo
illilega á að öðru verði að fórna í þágu
hins. Því mætti svara neitandi með marg-
víslegum rökum sem ekki gefst tími til
að telja fram hér. Ég vil aðeins ítreka
það, sem áður var sagt, að fram til þessa
hefir tekist eftir vonum að verða við
kröfum beggja sjónarmiða. Og ég hefi
þá trú að svo verði áfram ef fylgt er
skynsamlegri stefnu í nýyrðagerð og
einarðlegu mállegu uppeldi í skólum
landsins og hvort tveggja verði reist á
eins traustum málfræðilegum og mál-
sögulegum grunni og unnt er að fá.
Rétt og rangt, gott og vont
Þessu næst ætla ég að víkja aftur að
venjum málsins, sem ég drap á í upphafi.
Ég gat þess að dóma um rangt og rétt
væri ástæðulaust að forðast þegar mál-
venja væri ótvíræð. En auðvitað kemur
vandinn ekki til sögunnar fyrr en óvissa
ríkir um málvenjuna. Og það er sá vandi
sem alltaf er verið að glíma við. Hvað á
að gera þegar tveggja eða fleiri kosta er
völ? Við þessu er ekkert eitt svar til,
heldur eru svörin undir atvikum komin,
og skulu nú tekin nokkur dæmi.
11