Málfregnir - 01.07.1990, Blaðsíða 17

Málfregnir - 01.07.1990, Blaðsíða 17
Skúli Jón Sigurðarson og Björn Björns- son, deildarstjórar þar, setið fundina reglulega. Auk þeirra hefur Þorsteinn Porsteinsson flugvélaverkfræðingur starf- að með nefndinni lengst af í vetur þar til nýlega er Páll Valdimarsson vélaverk- fræðingur bættist í hópinn í hans stað. Á meðan hafa nokkrir nefndarmanna haft hvíld frá fundarsetum. Áhuga á verkinu hefur því ekki skort, og er það órækur vottur þess að menn finna hversu brýn þörf er fyrir það sem verið er að gera. Á þessu stigi er áætlað að safnið verði um 3500 hugtök, og má gera sér í hugar- lund að alls verði heiti og samheiti kring- um 4000. Lauslega reiknað hafa rúm 3000 þessara hugtaka fengið íslensk heiti, gömul eða ný, en eftir er að semja skilgreiningar við rúman þriðjung þeirra. Áður en aðstoðarmaður ritstjóra varð að láta af störfum vegna sparnaðar í rekstri Flugmálastjórnar var gert ráð fyrir að verkinu mætti ljúka á einu ári frá 1. mars að telja. Nú er augljóst að svo getur ekki orðið. Jafnframt ríkir nokkur óvissa um framhald verksins. Pegar þetta er skrifað er óvíst að hægt verði að framlengja ráðningu ritstjóra uns verk- inu er lokið, enda þótt flugmálastjóri sjálfur hafi lýst eindregnum vilja sínum til þess og bjartsýni í því efni. Flug- málastjórn er gert að skera niður rekstr- arkostnað um tugi milljóna króna, og hætt er við að sumir sem ráða skurðar- hnífnum telji verkefni þetta ekki til brýnustu nauðsynja þótt hér sé aðeins um að ræða brot af heildarrekstrarkostn- aði stofnunarinnar. Á hinn bóginn er það sóun, bæði fjármuna og mikillar vinnu, að hætta verki sem er jafn-langt á veg komið, og er þá ótalið það gjald sem við íslendingar þurfum allir að greiða ef verkið er lagt í salt um óákveðinn tíma. Síðast var ráðist í sambærilegt verk- efni hjá hinu opinbera fyrir rúmlega þrjátíu árum, og afleiðingarnar af van- rækslu tungunnar á þessu sviði í heilan mannsaldur blasa við. Fólk, sem starfar við flug, talar innbyrðis mál sem flestir venjulegir íslendingar skilja ekki nema brot af, en auk þess er orðið æ algengara að nota einfaldlega ensku (stundum með lítils háttar íslensku ívafi) í samskiptum Islendinga í þessari starfsgrein. Ef þessu fólki á að vera unnt að tjá sig í störfum sínum á íslensku, jafnt í töluðu sem rit- uðu máli, jafnt innbyrðis sem út á við, er fyrsta skilyrðið að til sé traust íslenskt íðorðasafn um flugmál. Góðu heilli hafa íslensk stjórnvöld sýnt vilja sinn til að bæta hér úr, og því verður ekki trúað fyrr en á reynir að þau gefist upp við hálfnað verk. 17

x

Málfregnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Málfregnir
https://timarit.is/publication/1146

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.