Málfregnir - 01.07.1990, Blaðsíða 10

Málfregnir - 01.07.1990, Blaðsíða 10
festu og íhaldssemi líður, er það sífelldum breytingum undirorpið meðan einhver talar það og skrifar. Engin lif- andi tunga stendur kyrr, ekki heldur þó að fólkið sem talar hana sé einangrað. Við skulum nú athuga hvers eðlis þær breytingar eru sem orðið hafa á íslensku máli á umliðnum öldum. Orðaforðinn Hyggjum fyrst að orðaforðanum. Mörg orð hafa horfið úr notkun, enn fleiri hafa bæst við, og sum hafa komið og farið. Pá hafa mörg þeirra, sem notuð hafa verið frá upphafi, skipt um merkingu eða bætt við sig merkingu. Pótt hér hafi orðið æðimiklar breytingar, eru þær ekki meiri en svo, að nútímamenn eiga sæmilega auðvelt með að skilja íslenskt mál frá hvaða tíma sem er. Meðan þetta sam- hengi helst eru breytingar á daglegum orðaforða og merkingu orða miklu fremur til góðs en ills. Allt verður eitt allsherjarforðabúr eins og dæmin sanna. Skáld og rithöfundar og aðrir orðasmið- ir, sem mestu valdi hafa náð á íslensku máli, hafa fært sér þessar óvenjulegu aðstæður í nyt á meistaralegan hátt og með því treyst aftur þau bönd sem binda gamalt og nýtt í eina órofa heild. Framburður Næst skulum við hyggja að framburði. Á því leikur víst enginn vafi að í öllu okkar málverndarstarfi hefir minnst rækt verið lögð við framburðinn. Pó hafa fáar meiri- háttar breytingar orðið á íslenskum framburði síðan um 1600. Afdrifarík- ustu breytingarnar á síðari öldum eru þær að hv- í upphafi orða hefir víðast hvar orðið kv-, og flámæli gerði vart við sig í sumum landshlutum, en er nú aftur á undanhaldi. En frá því að ritöld hófst og fram yfir siðaskipti urðu miklar og tíðar breytingar á íslenskum framburði, einkum þó á sérhljóðum. Ef litið er á sérhljóðakerfið í heild sinni hefir það breytt sér margsinnis uns það er nú orðið gerólíkt því sem var á dögum Ara fróða. Slíkar breytingar skilja eftir sig ýmis spor og setja okkur óneitanlega í nokk- urn vanda þótt við þurfum ekki að eiga orðastað við þá menn sem skrifuðu bækur á 12. og 13. öld. í þessu sambandi nægir að minna á samruna hljóðanna y og i. Sú breyting hefir, sem kunnugt er, torveldað okkur að stafsetja orð á fyrri tíðar vísu sem við kjósum þó helst að halda í meðan kostur er. Fráhvarf frá þeirri venju ylli furðumikilli röskun á ís- lenskri rithefð, myndi jafngilda uppgjöf mikilvægs vígis í varnarstríði. Sams konar hætta fylgir flámælinu. Pegar það er komið á hæsta stig gera menn tvö hljóð úr fjórum: e og i verða að einu hljóði og u og ö að öðru. Hér er um að ræða mikla einföldun á sérhljóðakerf- inu. Ef hún hefði náð fram að ganga hefði hún haft í för með sér samruna fjölmargra algengra orða, og sennilega hefði orðið vonlaust verk að kenna íslenska stafsetningu án þess að taka hana í sátt. Orðskipan Um orðaskipan eða setningagerð er það að segja að hún hefir sveiflast ofurlítið til og er reyndar býsna frjálsleg í íslensku. En mér er nær að halda að í því efni standi nútímamálið ekki fjær forna mál- inu en máli 17. og 18. aldar. Setninga- fræðileg tengsl, svo sem beygingarlegt samræmi milli frumlags og umsagnar og fleira slíkt, hefir haldist óbreytt í aðal- atriðum. Beyging Að lokum er það að segja um beygingar orða að á þeim hafa líklegast orðið öllu fleiri breytingar en menn átta sig almennt á í fljótu bragði. Þær eru helst fólgnar í því, að einstök orð hafa flust á milli beygingarflokka og sumar beygingar- endingar hafa breyst, t.d. endingar við- 10

x

Málfregnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Málfregnir
https://timarit.is/publication/1146

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.