Málfregnir - 01.07.1990, Blaðsíða 31
Frá málnefndinni
Eins og fram kemur í síðasta hefti Málfregna tóku um sl. áramót gildi ný lög um
íslenska málnefnd, þar sem fulltrúum í henni er fjölgað úr 5 í 15. í janúar sl. var
skipað í nefndina samkvæmt lögum þessum, og eiga nú eftirtaldir sæti í henni,
skipaðir til fjögurra ára:
Arnhildur Arnaldsdóttir verkefnisstjóri, tilnefnd af Staðlaráði íslands
Álfheiður Kjartansdóttir þýðandi, skipuð án tilnefningar
Árni Böðvarsson málfarsráðunautur, tilnefndur af Ríkisútvarpinu
Árni Ibsen leiklistarráðunautur, tilnefndur af Þjóðleikhúsinu
Eyvindur Eiríksson rithöfundur, tilnefndur af Rithöfundasambandi íslands
Gísli J. Ástþórsson blaðamaður, tilnefndur af Blaðamannafélagi íslands
Guðrún Egilson kennari, tilnefnd af Samtökum móðurmálskennara
Guðrún Kvaran orðabókarritstjóri, tilnefnd af Hagþenki
Gunnlaugur Ingólfsson orðabókarritstjóri, tilnefndur af Orðabók Háskólans
Heimir Pálsson cand. mag., skipaður án tilnefningar
Indriði Gíslason prófessor, tilnefndur af Kennaraháskóla íslands
Jónas Kristjánsson prófessor, forstöðumaður Stofnunar Árna Magnússonar á ís-
landi, tilnefndur af háskólaráði
Kristján Árnason dósent, tilnefndur af heimspekideild Háskóla íslands
Sigrún Helgadóttir tölfræðingur, skipuð án tilnefningar
Þórhallur Vilmundarson prófessor, forstöðumaður Örnefnastofnunar Pjóðminja-
safns, tilnefndur af Örnefnanefnd
Menntamálaráðherra skipaði Kristján Árnason formann nefndarinnar og Gunnlaug
Ingólfsson varaformann. Innan nefndarinnar starfar fimm manna stjórn. Hana
skipa:
Kristján Árnason, formaður
Gunnlaugur Ingólfsson, varaformaður
Jónas Kristjánsson
Sigrún Helgadóttir
Þórhallur Vilmundarson
Samkvæmt lögum eiga fulltrúar heimspekideildar, háskólaráðs og Orðabókar
Háskólans sæti í stjórn málnefndar, en til viðbótar voru Sigrún Helgadóttir og Þór-
hallur Vilmundarson kosin í stjórnina á fyrsta fundi nefndarinnar 30. janúar 1990.
Eins og fram hefur komið er megintilgangurinn með þessari fjölgun í málnefnd-
inni að breikka grunninn undir nefndinni og efla tengsl hennar út um samfélagið.
Með þessu gefst líka kostur á að dreifa starfi því, sem málnefndinni fylgir, á fleiri
herðar og virkja menn til starfa.
31