Málfregnir - 01.07.1990, Blaðsíða 9

Málfregnir - 01.07.1990, Blaðsíða 9
gera sér þetta ljóst og hvílík hneisa það væri nú, á dögum almennrar menntunar og skólagöngu, að týna málinu á tungu sér og fórna þannig öllum dýrmætasta arfi sínum. Þá væri illa goldin ómælanleg þakkarskuld við íslenska bókiðjumenn fyrr og síðar. Með góðri varðveislu málsins bætum við okkur upp smæðina, hækkuni höfða- töluna. Tíðar og miklar breytingar á máli myndu t.d. heimta það, að hver kynslóð yrði að sjá sér fyrir nýjum þýð- ingum allra þeirra sígildu bókmennta, sem hún teldi sig hafa þörf fyrir, ekki aðeins erlendra, heldur einnig inn- lendra. En með dyggri varðveislu máls- ins má dreifa þessu verki á margar kynslóðir, og innlendar bókmenntir þyrfti þá ekki að þýða og hefir ekki þurft að þýða enn sem komið er. Frændur vorir á Norðurlöndum geta tæplega talist læsir á eigið mál ef það er öllu eldra en 300 ára. Svipað er að segja um Englendinga og Þjóðverja. Allt okkar málverndarstarf hefir miðað að því að þetta gæti ekki gerst á íslandi. Vel má vera að einhverjir kalli þetta öfgafullt viðhorf. En þá má ekki gleyma því, að það er aðeins bein og eðlileg af- leiðing af þeim sérstöku aðstæðum sem við búum við og viljum búa við. Stund- um hafa erlendir menn látið á sér skilja að þeim þyki fjarstætt að jafn-fámenn þjóð og íslendingar skuli reyna að halda uppi sjálfstæðu ríki í svo hrjóstrugu landi. En hvað sem öðrum finnst viljum við þetta samt og verðum þá líka að taka öllum afleiðingum af því. Ein þeirra er sú að varðveita íslenska tungu. Málvernd og málnot En nú má ekki láta verndunar- og varð- veislutalið villa sér sýn. Málið er ekki eins og fornaldarsverð sem nægir að koma fyrir í góðum sýningarskáp til að geta skoðað það stöku sinnurn þegar vel stendur á. Pað er mjög ósambærilegt við forngripi. Málið er á öllum tímum mesta þarfaþing sem þjóðin á. Það er í sífelldri notkun til sóknar og varnar, í starfi og leik. Og allt er undir því komið að það standist þær margvíslegu kröfur sem til þess eru gerðar. Hér mætast því tvö meginsjónarmið. Annars vegar er varðveisla málsins; hins vegar er notagildi þess. Vandi okkar nú er að halda svo á málum að íslensk tunga verði þjóðinni sem gagnlegast tæki í dagsins önn, hverjar sem kröfurnar verða til lífsins gæða og hversu hátt sem and- inn stefnir, án þess að slíta þurfi þau mállegu tengsl, sem íslendingar hafa við fortíð sína og eiga varla nokkurn sinn líka meðal þjóða heimsins. Fram að þessu hefir þetta tekist, og liggur því næst fyrir að athuga hvað læra má af feng- inni reynslu. Hvað kennir sagan? Oft er það á orði haft, bæði hér innan- lands og meðal erlendra fræðimanna, að íslendingum hafi tekist að varðveita mál sitt, svo að aðdáunarvert sé, allt frá því að land byggðist. Óþarft er að telja fram dæmi þessu til skýringar. Eins og öllum er kunnugt eru íslenskar fornbókmenntir að miklu leyti lifandi bókmenntir enn á vorum dögum. Margir hafa spreytt sig á að skýra þetta óvenjulega fyrirbæri, en það mál leiði ég hjá mér í þetta sinn. Þó get ég ekki stillt mig um að minnast á það, sem oftast er nefnt og flestum kemur fyrst í hug þegar þetta efni ber á góma. Það er einangrun þjóðarinnar. Um þessa einangrun vil ég helst fá að segja það, að hún hafi aldrei verið eins mikil og erlendir menn hafa talið sjálfum sér og okkur trú um. Grannþjóðirnar hafa ætíð verið miklu „einangraðri“ frá okkur en við frá þeim. Því veldur fámennið hér. En jafnvel þó að eitthvað sé nú hæft í þessu einangrunartali, verður að minnast þess, að málið er eins og lifandi líkami. Hvað sem allri stað- 9

x

Málfregnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Málfregnir
https://timarit.is/publication/1146

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.