Málfregnir - 01.07.1990, Blaðsíða 12

Málfregnir - 01.07.1990, Blaðsíða 12
1. Langoftast er um það að ræða að kostirnir séu misaldra. Tökum til dæmis eignarfallsmyndirnar Haralds og Har- aldar. Báðar eiga sér einhverja hefð í málinu, og er því ekki auðvelt að dæma aðra beinlínis ranga og hina rétta. Báðar hafa sama notagildi, og beygingar- kerfið leyfir hvorn kostinn sem er. En fyrrnefnda orðmyndin, Haralds, á sér miklu lengri hefð, sem haldist hefir raunar óslitið frá upphafi vega til þessa dags. Samkvæmt þeim meginsjónar- miðum sem lýst hefir verið, ber því að taka Haralds fram yfir Haraldar. Haralds er betra mál. Með sömu rökum er vetrar betra eignarfall en veturs og lœknar betri fleirtala en lœknirar þótt síðarnefnda beygingin sé orðin býsna gömul. Slíkt mat kemur því aðeins til greina að bæði orðin eða orðasamböndin, sem um er að ræða, séu í notkun nú á dögum og eigi sér ekki því misjafnara fylgi. Til dæmis kemur ekki til mála að taka orð- myndina Reykjarvík fram yfir Reykja- vík, þótt hin fyrrnefnda sé eldri (a.m.k. í rituðu máli), né heldur Skálaholt fram yfir Skálholt, enda eru þetta líka eigin- nöfn. 2. Fyrir getur komið að tveir kostir megi teljast jafn-góðir. Svo er til dæmis um orðmyndirnar tveimur og tveim, þremur og þrem. Þær eru allar forn íslenska. Hinu er ekki að neita að lengri myndirnar eru taldar varðveita meira af leifum ævafornrar þágufallsendingar og eru því af mörgum taldar eftirsóknar- verðari en hinar. - Enn fremur má nefna hér þágufallið af mannsnafninu Jakob (sem að vísu er biblíunafn). Nú á dögum segja menn ýmist Jakob eða Jakobi í þágufalli, og ekki verður betur séð en svo hafi verið alla tíð. Að minnsta kosti má benda á íslenskt handrit frá 13. öld, þar sem báðar myndirnar koma fyrir á sömu síðunni með örstuttu millibili. Enda er það svo, að kerfið leyfir víst hvora endinguna sem er, þó að ég fyrir mitt leyti vilji heldur hafa /-ið með. 3. Oft er um það að ræða að málvenjur séu staðbundnar, og hefir mörgum orðið hált á því, þar á meðal sjálfum mér. Sums staðar á landinu segja menn að þora e-u, þótt flestir tali um að þora e-ð, rétt eins og sumir segja langur og aðrir lángur. Hvort tveggja verður að teljast rétt að vissu marki. Hins vegar leikur enginn vafi á því, að þora e-u er bæði í minnihluta og þar að auki yngra mál en þora e-ð. Ef farið væri út í sam- ræmingu máls bæri því að taka þora e-ð fram yfir. 4. Loks skal ég nefna dæmi þess að málvenja sé ókunn og vafi leiki því á um matið. Veiku kvenkynsorðin sýra og þota eru nú orðin algeng í máli manna bæði í ein- tölu og fleirtölu. Hvernig á nú að beygja þessi orð í eignarfalli fleirtölu? Ég verð að játa að við þessu kann ég ekki einhlítt svar, og þessi orð hafa ætíð sett mig í ærinn vanda. Segja má að meginreglan um veik kvenkynsorð af þessu tagi sé sú, að eignarfall fleirtölu endi á -na. Sam- kvæmt því ætti að segja sýrna og þotna (eins og fráfœrna og gatna). Á hinn bóg- inn eru margar undantekningar frá meginreglunni, ekki síst í orðum með r-i í stofni (t.d. börur, skora, vara, vera o.fl.). Og síðan farið var að nota orðið þota um þrýstiloftsflugvél er það oftast haft n-laust í eignarfalli fleirtölu. Hin skammvinna málvenja, sem þar er við að styðjast, brýtur í bága við meginregluna, og svo mun einnig vera um orðin lota og tota og fleiri sambærileg orð. En orð- myndinni þotna bregður raunar fyrir, og ég er ekki frábitinn því, að hún hafi við betri rök að styðjast en hin. En dómur- inn er naumast einhlítur, og mætti nefna mörg fleiri vafadæmi úr þessum beyg- ingarflokki. Hugsanlegt er að vísindaleg, málsöguleg rannsókn gæti orðið að liði, 12

x

Málfregnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Málfregnir
https://timarit.is/publication/1146

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.