Málfregnir - 01.07.1990, Blaðsíða 27

Málfregnir - 01.07.1990, Blaðsíða 27
ber þess merki. í henni er býsna mikið um gleymd orð og staðbundin, einkum þó torkennileg orð af erlendum upp- runa, sem virðast hafa strandað eins og viðarbolir á rekafjöru. Margt af þessu myndu fáir telja til íslensks orðaforða. Af handahófi mætti nefna: tach(e)ismi, taél, t(h)eater, timpanum, timphanistr- um, tur. Hins vegar er lítið um nýmynduð orð af innlendum stofni, enda oftast ljósara hver uppruni þeirra er. Þó er það ekki einhlítt. Höfundur segir í formála (bls. xix): „Þessi orðsifjabók er fyrst og fremst ætluð þeim Islendingum sem hafa áhuga á uppruna og tengslum íslenskra orða og orðmynda - og þá eins þeim sem ekki eru lærðir í málfræði. Ég hef því reynt að forðast mjög sérfræðilegt orðafar eftir því sem kostur var á“. Eitthvað hefir þó slæðst með af slíku, ekki síst úr jarðfræði. Hér eru fáein dæmi úr einum stafkafla: tachylyt (einnig ritað takylít), tefra, tektónískur, tertier, trakyt, túff, túrkis, túrmalín. Úr stærð- fræði má nefna sagnirnar dif(f)ra og tegra, sem báðar eru leiddar af erlendum orðum (sbr. d. differere og integrere). Hins vegar vantar samsvarandi orð af innlendum stofnum, deilda og heilda. Af íslenskum nýmyndunum úr al- mannamáli má nefna algenga orðið tækni og fágæta orðið treðill. Hins vegar vantar t.d. orðin hreyfill og tölva. Þó hefði vel mátt skýra fyrir almenningi myndun þessara orða í orðsifjabók. Sérnöfn eru æðimörg í bókinni, bæði manna nöfn og staða, og skammstöfunin TASS hefir m.a.s. komist þarna á blað. Sérnöfnin eru mörg ókunnugleg og langsótt. Drjúgur hluti þeirra er gömul norsk örnefni. Vegna þessa efnisvals má ætla að orð- sifjabók Ásgeirs Blöndals sé einkar gagnleg þeim sem hnjóta um torkennileg orð í ritum liðinna alda. Þess var vænst að bókin yrði ekki síður til að létta þeim lífið sem þurfa að taka af skarið um stafsetningu orða. Eflaust mun hún gera það auk annars góðs sem af henni má hafa. Þó veldur hún nokkrum vonbrigðum í því efni, m.a. vegna þess að ritháttur tökuorða fylgir engri reglu. í mörgum orðum virð- ist t.d. hending ráða hvort ritað er i eða í (teknik en teknískur) og jafnvel u eða ú (turanskur, Turan en Túranar, Túr), sbr. ummæli um stafrófsröð hér á undan. Að sjálfsögðu átti þetta hvorki að vera mál- vöndunar- né stafsetningarorðabók, og er e.t.v. ástæða til að leggja áherslu á það. Höfundur lauk við formála bókar- innar skömmu fyrir andlát sitt. Þar er að finna fræðiiegt yfirlit yfir indóevrópsk mál, hljóðkerfi þeirra, rætur og rótar- auka, greinargerð um frumgermanska hljóðkerfið, hljóðbreytingar í frumnor- rænu og íslensku og yfirlit yfir ýmis við- skeyti nafnorða, lýsingarorða og sagn- orða. Loks er í formála lýst meginmark- miði og sniði þessarar orðsifjabókar. Fremst í henni eru einnig skammstafana- og heimildaskrár og leiðbeiningar um notkun hennar. Orðsifjabók Ásgeirs Blöndals Magn- ússonar er stórvirki. Auk þeirrar miklu vinnu og þekkingar sem hann lagði sjálfur af mörkum er hlutur samstarfsmanna hans á Orðabók Háskólans lofsverður, bæði ritstjórnar- og tæknivinna. Verkið er tileinkað heimildarmönnum Orðabókar Háskólans. Islensk-ensk viðskiptaorðabók. Eftir Þóri Einarsson og Terry G. Lacy. Bókaút- gáfan Örn og Örlygur hf. Reykjavík 1989. XV + 398 bls. Höfundar þessarar bókar hafa áður tekið saman Ensk-íslenska viðskipta- orðabók, sem sama forlag gaf út 1982. Þórir Einarsson er prófessor í viðskipta- 27

x

Málfregnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Málfregnir
https://timarit.is/publication/1146

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.