Málfregnir - 01.07.1990, Blaðsíða 14

Málfregnir - 01.07.1990, Blaðsíða 14
JÓNÍNA MARGRÉT GUÐNADÓTTIR S Islenskt flugorðasafn Undanfarin tvö ár hefur verið unnið að orðasafni úr flugmáli á vegum Flugmála- stjórnar í samvinnu við íslenska niálstöð. Það er alkunna að tungutak þeirra, sem starfa við flug, er afar enskuskotið og er kannski ekki að undra þar sem fáar starfs- greinar eru jafn-alþjóðlegar eðli sínu samkvæmt. Hefur þeim sem standa utan við starfsgreinina jafnan þótt málfar hinna innvígðu torskilið í meira lagi. Svo var komið árið 1985 að þetta var gert að umtalsefni í fjölmiðlum og á ráðstefnu sem haldin var um íslenska málrækt í Þjóðleikhúsinu að tilhlutan menntamála- ráðherra. Flugorðanefnd Pétur Einarsson flugmálastjóri tók málið í sínar hendur, og í árslok 1985 skrifaði hann menntamálaráðherra bréf þar sem hann benti á þörfina fyrir nýtt orðasafn úr flugmáli, enda liðin yfir 30 ár frá útgáfu menntamálaráðuneytisins á ný- yrðasafni Halldórs Halldórssonar pró- fessors, Nýyrði IV. Flug (Reykjavík 1956). Um eins árs skeið var erindið til athugunar, en í upphafi árs 1987 leitaði ráðherra til íslenskrar málnefndar og fal- aðist eftir hugmyndum um tilhögun slíks verks. Málnefndin sendi frá sér ítarlegar tillögur, og í samráði við flugmálastjóra varð niðurstaðan sú að santgönguráð- herra skipaði sérstaka flugorðanefnd í september 1987. Var henni ætlað að undirbúa nýtt orðasafn í staö hins fyrr- nefnda frá 1956, safna saman tiltækum orðaforða sem myndast hefur síðan og síðast en ekki síst að finna nýyrði fyrir þau hugtök sem engin heiti höfðu á ís- lensku. í nefndina skipaði ráðherra þá Pétur Einarsson flugmálastjóra sem formann, Baldur Jónsson forstöðumann íslenskrar málstöðvar, Odd Á. Pálsson flugvél- stjóra, Skúla Brynjólf Steinþórsson flug- stjóra, Valdimar Ólafsson yfirflugum- ferðarstjóra og Þórð Örn Sigurðsson framkvæmdastjóra alþjóðasviðs Flug- málastjórnar. Eitt fyrsta verkefni Flugorðanefndar var að ráða ritstjóra til að annast orða- söfnun og annan undirbúning útgáf- unnar. Höfundur þessarar greinar var ráðinn til verksins og hóf störf 1. mars 1988, en tæpu ári síðar var Guðrún Ingólfsdóttir cand. mag. ráðin rit- stjóra til aðstoðar í hálft starf. Hún varð því miður að hætta störfum 1. febrúar á þessu ári vegna sparnaðar í ríkisrekstri. Ritstjóri og aðstoðar- maður hans til skamms tíma hafa haft aðsetur í Islenskri málstöð sem leggur sinn skerf af mörkum til verksins með þeim hætti. Þar hefur ritstjóri skrif- stofu og aðgang að tölvum og gagna- grunni sem notaður hefur verið við fyrri íðorðasöfn á vegum stöðvarinnar. Auk þess heldur Flugorðanefnd fundi sína í málstöðinni. Laun starfsmanna hafa hins vegar verið greidd af Flugmála- stjórn. Starfsemi Flugorðanefndar hefur þannig verið kostuð af hinu opinbera auk þess sem hún er eina stjórnskip- aða orðanefndin sem nú starfar hér á landi. Aðrar íðorðanefndir hafa til þessa unnið verk sín að mestu leyti í sjálf- boðavinnu og kostað útgáfur sínar með eigin fjáröflun án beinna styrkja frá rík- inu. 14

x

Málfregnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Málfregnir
https://timarit.is/publication/1146

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.