Málfregnir - 01.07.1990, Blaðsíða 28

Málfregnir - 01.07.1990, Blaðsíða 28
og hagfræðideild Háskóla Islands. Terry G. Lacy er félagsfræðingur að mennt og hefir um árabil kennt bæði ensku og félagsfræði í Háskólanum. Fyrri orðabókin var hin þarflegasta á sínum tíma, og ljóst er að nýja bókin er það ekki síður. Höfundar segja í formála að líta megi á hana sem fram- hald hinnar fyrri. Síðan segir (bls. vii): „Pessar bækur eru fyrst og fremst ætl- aðar þeim sem stunda viðskipti og rekstur eða eru í viðskiptanámi. Þær ættu einnig að koma að góðu haldi fyrir aðra eins og ferðalanga og sérfræðinga sem þurfa að bregða fyrir sig viðskipta- heitum“. Aðalorðasafnið er 341 bls., en þar fyrir aftan eru tveir góðir viðaukar. f hinum fyrri eru gjaldmiðla- og landa- heiti, en starfsheiti í hinum síðari. í báðum þessum viðaukum er margt að hafa sem ekki er greiður aðgangur að annars staðar. Því er sérstakur fengur að þeim. Þetta orðasafn er mun stærra en hið ensk-íslenska. í því eru sögð vera 15000 orð og orðasambönd að meðtöld- um viðaukum, en í eldra safninu voru þau um 9000. Gjaldmiðlaheiti eru 167 og starfsheiti 1325. íslenski orðaforðinn er ekki sóttur beint í ensk-íslensku viðskiptaorðabók- ina, heldur var safnað sérstaklega til þessarar bókar bæði úr ritmáli (tímarit- um, dagblöðum, viðskiptaskjölum) og talmáli (viðtölum við fólk). Orðaforðinn kemur af helstu sviðum viðskipta, t.d. úr starfi banka, tryggingarfélaga, skipafé- laga, inn- og útflutningsfyrirtækja. Mörg orð eru sótt í rekstrarhagfræði og ýmsar greinar viðskiptafræða, fjármál, mark- aðsmál, stjórnun, reikningshald og endurskoðun. Enn fremur koma fyrir algeng orð úr þjóðhagfræði og þjóðar- búskap. Heitum úr lögfræði, ekki síst verslunarrétti og réttarfari, eru gerð sér- stök skil í bókinni, að því er segir í for- mála. íslensk rímorðabók. Eftir Eirík Rögn- valdsson. Iðunn. Reykjavík 1989. 271 bls. Löngum hafa íslendingar leikið sér að máli. Það er nærtækasta leikfangið sem snauður maður á. Leikurinn að málinu er margvíslegur. Einn er sá að ríma saman orð. Þann leik hafa íslendingar stundað á öllum öldum af ótrúlegri elju, oft af íþrótt og stundum af list. Rím hefir líka hagnýtar hliðar. Það er til dæmis gamalt ráð að ríma það sem leggja skal á minnið. Séra Einar í Heydölum kvað á sínum tíma: Kvæðin hafa þann kost með sér þau kennast betur og lærast ger, en málið laust úr minni fer; mörgum að þeim skemmtan er. Engan þarf að undra þó að margan hagyrðing hafi dreymt um íslenska rím- orðabók. En svo vill nú til að slík bók hefir aldrei verið gerð fyrr en nú „þegar allir eru hættir að ríma“, eins og stundum heyrist sagt. Raunar fer því fjarri að svo sé, og rímorðabók á erindi af ýmsum ástæðum. Engan þarf heldur að undra þó að íslensk rímorðabók yrði ekki til fyrr en nú. Þessi bók er að sjálfsögðu tölvu- unnin. Hún er eitt dæmi af mörgum um þá grósku í orðabókargerð síðustu ára sem rekja má til framfara í tölvutækni og vaxandi tölvunotkunar. Fyrir daga tölvu- aldar hefði þessi bók nánast verið óvinn- andi verk. Rímorðabók skiptist í tvo aðalhluta. Hinn fyrri er um endarím. Þar má finna nærri 20 þúsund rímorð, einkvæð og tví- kvæð á um 80 blaðsíðum. Síðari hlutinn, sem er mun fyrirferðarmeiri, sýnir inn- rím og skothendingar. Þar eru yfir 18 þúsund flettiorð sem nota má til að finna hundruð þúsunda rímorða. - Fremst í bókinni er formáli höfundar, fræðandi 28

x

Málfregnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Málfregnir
https://timarit.is/publication/1146

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.