Málfregnir - 01.07.1990, Blaðsíða 13

Málfregnir - 01.07.1990, Blaðsíða 13
en meðan hún hefir ekki verið gerð sé ég ekki annað vænna en láta ráðast hvernig fer um beygingu þessara orða.1 Nú á dögum er miklu meira um marg- víslega notkun talna og töluorða en áður var og oft misræmi í meðferð þeirra af því að málið er beinlínis í deiglunni á þessu sviði og ekki alltaf við málvenju að styðjast. Þegar svipaðan vanda ber að höndum, hvort sem hann er beygingarlegs eða setn- ingafræðilegs eðlis, er ekki um annað að ræða en styðjast við þær málfræðilegu reglur, sem málið virðist fylgja og vafaat- riðið getur flokkast undir, þ.e.a.s. ef regl- urnar eru þá þekktar. Ég held til dæmis að þágufallsmyndin humri af humar hafi verið úrskurðuð æskileg vegna sambæri- legrar beygingar annarra orða en ekki vegna þess að dæmi um hana hafi beinlínis verið kunn frá eldri tímum. Talið hefir verið eðlilegt að humar fengi sams konar beygingu og innlenda orðið hamar, en ekki eins og tökuorðið bikar, enda er humarr fornt íslenskt orð, þótt beyging þess sjáist ekki í fornum heimildum. Hér mætti enn fjölmörgu við bæta, til dæmis um aðlögun tökuorða, en tíminn leyfir það ekki. Umræðuefnið er í raun- inni óþrjótandi, og mér dettur ekki í hug að halda því að neinum að mat á máli sé auðvelt verk, sem unnt sé að kveða upp dóma um eftir einfaldri formúlu. Því fer svo víðs fjarri. Álitamálin eru mörg. Fyrir mér hefir einungis vakað að reyna að gera sjálfum mér og öðrum grein fyrir helstu leiðarljósum sem við er að styðjast á sigl- ingu um það torleiði sem íslensk mál- vöndun er. Ég sagði í upphafi að málvöndun væri eins konar siðfræði málsins. Sú siðfræði 1 Á þeim árum sem liðin eru síðan þetta erindi var flutt hafa a.m.k. eignarfallsmyndirnar sýrna og þotna verið í sókn, og ég er ekki í neinum vafa um það nú að þær hafa við betri rök að styðjast en hinar n-lausu, enda hefi ég gert mitt til að halda þeim fram. tekur til enn fleiri atriða en ég hefi nú nefnt, og mætti þar á margt minnast sem er ekki fremur bundið við íslensku en önnur mál, svo sem vandaða framkomu og almenna mannasiði. Það er ekki nóg að hugsa um beygingar- kerfi og innlendan orðaforða, ef hugsunin er óskýr, framsetningin og framburður- inn. Grautarleg hugsun er e.t.v. versti óvinur málsins. Það sem er óskýrt sagt er óskýrt hugsað, hefir vitur maður mælt. Þetta mætti hafa hugfast. Mér dettur í hug setning úr Læknablaðinu fyrir mörgum árum þar sem komist var að orði á þá leið að það sem nú væri mest aðkallandi væri barnadauðinn! Framsetning af þessu tagi er alltof algeng í rituðu máli nú á dögum, svo að ég tali nú ekki um mælt mál. Enn er margt ónefnt, sem tíminn leyfir ekki umræðu um, m.a.s. eitt helsta boðorð allrar góðrar málnotkunar, að orð hæfi hugsun og efni - og stíll tilefni, ef ég má orða það svo. Lokaorð Ég hefi litla reynslu af því að kenna börnum og unglingum, svo að ég ætti ekki að segja margt. En mætti ekki reyna að hefja talmálið til vegs með nýjum kennslu- aðferðum í skólum landsins, æfa nemend- ur í að lýsa hlutum og atburðum skýrt og skipulega í von um að bærileg framsetning í rituðu máli sigldi f kjölfarið? Þess er auðvitað ekki að vænta að börn og unglingar verði óskeikulir mál- notendur. Slíkir menn eru vandfundnir, og menn eru að læra málið fram eftir öllum aldri. En þó að langt kunni að virðast í land er ekki um annað að ræða en halda ótrauð áfram og láta ekki hug- fallast þó að málið sé ekki gullfagurt hjá öllum. Sumir geta aldrei lært að syngja, en engum dettur í hug að miða söng- kennslu við það hvernig lélegasti söngv- arinn syngur lagið. Þjóðlagið breytist ekki neitt þó að einstaka maður syngi falskt. Það heldur áfram að vera sama lagið. 13

x

Málfregnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Málfregnir
https://timarit.is/publication/1146

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.