Málfregnir - 01.07.1990, Blaðsíða 7
stuðningi hvað best muni henta í þeim
efnum svo að ekki hljótist af því mis-
skilningur og jafnvel deilur að hver
maður hafi sinn rithátt.
Sams konar aðferðum beita málfræð-
ingar nú á dögum þegar verið er að
hjálpa frumstæðum þjóðum til að koma
sér upp ritmáli.
Málvöndun
En málvöndun er auðvitað rniklu víðara
hugtak en svo, að það taki einungis til
stafsetningar. Ég ætla að leyfa mér að
leggja í það orð mjög víða merkingu.
Hér á landi er oft talað um málhreinsun,
málrœkt, málvernd o.fl., sem ég nefni
hér einu nafni málvöndun. Allt á þetta
að miða að einhvers konar málbótum.
Málvöndunarstarf minnir bæði á
umhverfisvernd, gróðurvernd og land-
græðslu og er ekki ógöfugri þrifnaðar-
sýsla.1
Alls staðar þar sem slíkum málum er
gaumur gefinn er misjöfn áhersla lögð á
ýmsa þætti málvöndunar. Fjölmennar
þjóðir, sem búa við margar mállýskur í
landi sínu, beina athyglinni oft að fram-
burði öðru fremur. Til þess að auðvelda
samskiptin er þá lögfestur einhver ríkis-
framburður, ákveðin einhver fyrirmynd
(norm) handa öllum, eins og höfundur
Fyrstu málfræðiritgerðarinnar reyndi að
koma á í íslenskri stafsetningu á sínum
tíma. Það er ekki óalgengt að útlendum
manni detti framburður fyrst í hug, og
jafnvel ekkert annað, er hann heyrir
minnst á málvöndun. Og þegar sagt er
að þessi eða hinn tali góða ensku eða
sænsku o.s.frv. er umfram allt haft í
huga að framburðurinn sé eins og til er
ætlast.
Hér á landi gegnir öðru máli. Þó að
íslendingar hafi jafnan verið taldir miklir
1 Nú er orðið algengara að nota orðið mál-
rœkt um eins konar yfirhugtak, sbr. síðasta
hefti Málfregna, bls. 18-19.
málvöndunarmenn dettur þeim líklega
síst af öllu framburður í hug þegar á mál-
vöndun er minnst. Satt best að segja eru
Islendingar hálfgerðir framburðarsóðar.
Hins vegar hefir ætíð verið lögð mikil
áhersla á málvernd og málhreinsun, svo
og nýyrðasmíð úr innlendum efniviði.
En auðvitað ætti víðtæk málvernd að ná
til framburðar líka þótt hann hafi viljað
sitja á hakanum hér.
Nú er það raunar svo, að öðru hverju
heyrast raddir um að íslensk málvernd sé
til óþurftar og ekki annað en sérviska.
Ég er því ekki viss um að öllum sé sam-
hengi hlutanna nægilega ljóst. íslensk
málvernd er aðeins einn og ekki
ómerkur þáttur í einlægri viðleitni til að
eignast og eiga verðmæti sem sett eru
ofar öllu öðru, margir leggja mikið í
sölurnar fyrir og fæstir vilja fórna, þegar
öllu er á botninn hvolft.
Til þess að ekki geti farið fram hjá
neinum hvað fyrir mér vakir, ætla ég nú
að snúa mér sérstaklega að málvernd-
inni. Um íslenska málvöndun verður
ekki rætt að neinu gagni án þess að gera
sér fyllilega ljóst, hvers vegna mál-
verndin hlýtur að skipa svo háan sess,
sem hún hefir hlotið hér á landi. En að
því búnu vík ég aftur að spurningum um
rétt mál og rangt og svo að annars konar
málmati, sem er engan veginn lítilfjör-
legt atriði, þótt ég verði í þessu stutta
erindi að láta það mæta afgangi.
Forsendur íslenskrar málverndar
Um þessar mundir eru liðin 28 ár frá
stofnun lýðveldis á Íslandi. Allir, sem
komnir voru til vits og ára 17. júní 1944,
vita hvílíkur feginsdagur hann var í lífi
þjóðarinnar. Þá var náð því þráða marki
að íslendingar fengju fullt sjálfsforræði í
öllum sfnum málum og lytu innlendum
þjóðhöfðingja. Á það var þó minnt að
sjálfstæðisbarátta smáþjóðar væri ævar-
andi. Landhelgismálið, sem nú er efst á
baugi, minnir okkur á að við erum enn
7