Málfregnir - 01.07.1990, Blaðsíða 15

Málfregnir - 01.07.1990, Blaðsíða 15
Heimildir og vinnubrögð Ákveöið var í byrjun að flugorðasafnið ætti að vera meira en íðorðalisti á íslensku með enskum þýðingum sem síðan yrði snúið við. Skilgreiningar á íslensku skyldu fylgja hverju hugtaki. Þá ákvað Flugorðanefnd í samráði við rit- stjóra að orðaforði safnsins skyldi sóttur í þessar heimildir: 1. Islenskar reglugerðir um flug þar sem ýmis hugtök hafa þegar verið skýrð í sérstökum orðskýringarköflum er þeim fylgja og eru flest, ef ekki öll, upprunnin í stöðlum og samþykkt- um frá Alþjóðaflugmálastofnuninni (ICAO). 2. ICAO Lexicon (1985). Þar er að finna margt til viðbótar því sem komið er inn í íslenskar reglugerðir. 3. British Standard, Glossary of Aero- nautical Terms (BS 185) og British Standard, Glossary of Navigation Terms (BS 4883). 4. Nýyrði IV. Flug (1956). Halldór Hall- dórsson tók saman. Er það einkum notað sem uppsláttarrit og ætlað til samanburðar á lokastigi verksins. Þar að auki er svo stuðst við enskar og bandarískar orðabækur um flugmál, einkum Jane’s Aerospace Dictionary (2. útg. 1986), Aviation Space Dictionary (6. útg. 1980), Dictionary of Air Trans- port and Traffic Control (1984) og Air- craft Technical Dictionary (1980). Til að auðvelda verk orðanefndarinn- ar hefur í megindráttum verið unnið eftir þeirri efnisflokkun sem er í bresku stöðl- unum. með nokkrum viðbótum þó. Með því móti er hægt að einbeita sér að skyld- um hugtökum innan tiltekinna greina flugsins, svo sem siglingafræði, fjarskipta, vélfræði eða flugeðlisfræði. Flokkun orðaforðans eftir efni er ekki einvörð- ungu ákjósanleg vegna hagræðis í sjálfri íðorðavinnunni, heldur er hugmyndin einnig að í endanlegri útgáfu orðasafns- ins verði efnisflokkaðir orðalistar aftast í safninu. Má ætla að slíkir listar geti gagnast ýmsum, ekki síst þýðendum. Við samningu skilgreininga er einnig stuðst við fyrrgreindar orðabækur, en jafnframt leitar ritstjóri samráðs við sér- fræðinga innan og utan orðanefndarinn- ar, og hafa þeir án undantekninga reynst mjög áhugasamir um verkið. Flugorðasafnið er unnið í tölvu ís- lenskrar málstöðvar sem fyrr getur og er fært í gagnagrunn sem hannaður hefur verið fyrir íðorðasöfn stofnunarinnar, enda er fyrirhugað að orðasafnið komi út í sömu ritröð og þau. í ljós kom að auðvelt er að bæta við þann grunn eftir sérþörfum hvers orðasafns þótt í grundvallaratriðum sé hann notaður óbreyttur. Það sem frábrugðið er í tölvufærslu flugorðasafnsins er í fyrsta lagi að við hvert hugtak er fært hvaða efnisflokki það tilheyrir svo að auðvelt er að taka flokkana út sérstaklega. Auk þess eru sum hugtök þess eðlis að þau tengjast öðrum innbyrðis á augljósari hátt en önnur, og til að sýna þessi vensl er fært inn í gagnagrunninn hvaða yfirhugtak á við í hverju tilviki. Jafnframt eru öll undirhugtök talin upp undir viðeigandi yfirhugtaki. Hugmyndin með þessu er að orðasafnið geti nýst að einhverju leyti á sama hátt og hreinræktað íðorðasafn, þótt það verði í meginatriðum eins og hver önnur orðabók. Nýyrðasmíð Nýyrðasmíðin fer fram á fundum Flug- orðanefndar sem haldnir eru vikulega. Par leggur ritstjóri fram orðalista yfir þau hugtök sem finna þarf íslensk heiti á og lætur jafnan fylgja einhverjar tillögur. Oftast er reynt að glíma við skyld hugtök í sömu atrennu, og þegar þess er kostur hefur ritstjóri lagt fyrir fundarmenn grófa greiningu hugtaka. Jafnframt er 15

x

Málfregnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Málfregnir
https://timarit.is/publication/1146

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.