Málfregnir - 01.07.1990, Blaðsíða 16
athugað hvort eldri orð á íslensku, sem
notuð hafa verið um tiltekin hugtök, eru
enn í fullu gildi eða hvort nefndin telur
nauðsynlegt að nefna þau nýjum heitum.
Að sjálfsögðu er til mjög margt sem öðl-
ast hefur fastan sess og ekki er ástæða til
að hrófla við.
Dæmi um tökuorð, sem hafa sest að í
íslensku flugmáli og Flugorðanefnd
þykir æskilegt að hverfi úr íslensku, eru
orðin radíóstöð og radíóviti. Hið fyrra er
reyndar ekki bundið við flug eingöngu,
heldur getur það átt við hverja þá stöð
sem notar þráðlausa tækni. Hefur þetta
orð lengi vafist fyrir orðasmiðum.
Nefndin taldi fara best á að nefna slíkar
stöðvar loftskeytastöðvar, sem er gagn-
sætt orð og á sér orðið alllanga sögu t
nútímamáli, en í þrengri merkingu, þ.e.
stöð fyrir þráðlaust tal og morssending-
ar. Hins vegar er ekkert því til fyrirstöðu
að orð haldi lífi í málinu þótt tæknin hafi
breytt merkingarmiði þess eitthvað.
Reyndar komst Orðanefnd rafmagns-
verkfræðinga að sömu niðurstöðu í orða-
safni sínu, Práðlausum fjarskiptum.
Seinna orðið, radíóviti, hefur verið
haft um algenga tegund flugleiðsögu-
tækja er á ensku nefnist „non-directional
beacon“ eða „NDB“ og er einnig kallað
„enndíbí" í stéttarslangrinu íslenska.
Þetta fyrirbæri gegnir hlutverki ásamt
öðrum loftskeytastöðvum í fjarskipta-
þjónustu fyrir flugleiðsögu sem á ensku
nefnist „aeronautical radio navigation
service“. Hvorum tveggja, loftskeyta-
stöðvum og „NDB“-stöðvum, má líkja
við vita sem leiðbeina með ljósum, og
með þá líkingu í huga lagði nefndin til
nýyrðið flugviti. Orðið var að vísu að
finna í Nýyrðum IV, en samsvörun þess
á ensku („aeronautical beacon“, „aero-
nautical light“) þótti ónákvæm og afar víð
svo að nefndinni sýndist það henta betur
í sambandi við þráðlausar sendingar.
Leiðsöguþjónustan nefnist þá flugvita-
þjónusta, og sú tegund fjarleiðsögu
sem styðst við þráðlaus merki frá marg-
víslegum landstöðvum nefnist flugvita-
leiðsaga. Með þessu fær hugtakið „flug-
viti“ hlutverk yfirhugtaks er nær til hvers
kyns sendistöðva sem gefa flugvélum
upp stefnu eða stöðu með þráðlausum
merkjum, bæði á sjálfri flugleiðinni og
þegar komið er inn til lendingar með
hjálp svonefndra markvita í hnitlend-
ingarkerfi. Enska hugtakið „NDB“ er
hins vegar aðeins eitt af mörgum undir-
hugtökum flugvitans, og komu nefndar-
menn sér saman um að nefna slíka flug-
vita hringvita. Þá er vísað til þess að
sendingum slíks vita svipar til þess að
steini sé kastað í vatn og bylgjurnar
myndi hringi út frá honum.
Hugtakið „flugviti" virðist ekki eiga
sér beina samsvörun í ensku, og því
reyndist þörf á að þýða hið nýja, ís-
lenska hugtak á ensku („aeronautical
radio beacon“). Þetta er ágætt dæmi um
hvernig orðanefndin leitast við að vinna
fremur út frá þörfum og kröfum íslensk-
unnar en að finna þýðingar á enskum
hugtökum, þótt auðvitað sé líka mikið
gert að því. Þegar þessi vinnubrögð eru
viðhöfð hefur reynslan orðið sú að
nýyrðasmíðin er bæði auðveldari og
tekst oftast betur.
Staða verksins. Verkalok
Flugorðasafnið hefur, þegar þetta er
ritað, verið rúm tvö ár í undirbúningi.
Flugorðanefnd hefur haldið nærri 90
fundi á þessum tíma. Nefndin hefur þó
ekki öll setið svo marga fundi. Hún
hefur fengið ýmsa góða menn til liðs við
sig. Sumir hafa setið marga fundi með
ritstjóra og einum eða fleiri nefnd-
armönnum og auk þess aðstoðað rit-
stjóra sérstaklega. Fljótlega kom Pétur
Guðmundsson flugvallarstjóri til liðs við
nefndina í forföllum flugmálastjóra, og
frá því í september í fyrra hafa þeir
Grétar Óskarsson, framkvæmdastjóri
Loftferðaeftirlits Flugmálastjórnar, og
16