Málfregnir - 01.07.1990, Blaðsíða 19
sem hefir fyrirsögnina Myndsenditæki!
Par er einnig auglýst póstfax og póst-
faxþjónusta, öðru nafni myndsendi-
þjónusta, en það er ekkert annað en
„telefaxþjónusta“ sem pósturinn ann-
ast.
myndsendir. Óskar, verkfræðingur á
Radíóstofunni, hringdi 22. júlí 1988 til
að spyrjast fyrir um íslenskt heiti.
Honum var kunnugt um myndsendi-
tœki úr símaskránni. Okkur kom
saman um að myndsendir væri öllu
þjálla.
myndriti. Tillaga Porsteins Kjartans-
sonar á Akureyri í símtali 6. desember
1988.
faxi. Tillaga Bjarna Sigtryggssonar um
heiti á „telefax“-tæki í 483. þætti Gísla
Jónssonar um íslenskt mál í Morgun-
blaðinu 22. apríl 1989.
fjarboð. Sigurjón Einarsson lagði til í
símtali 21. júlí 1989 að „telefax“-send-
ingar yrðu kallaðar fjarboð.
símabréf og bréfsími eða bréfasími.
Áður hefir verið skýrt frá tilkomu
þessara orða, bæði í Tölvumálum
(marshefti 1989) og hér í Málfregnum
(1989:1, bls. 27). Sigfús J. Johnsen,
prófessor í eðlisfræði, stakk upp á því
í samtali við Þorstein Sæmundsson
stjörnufræðing og fleiri veturinn 1988-
1989 að orðið símabréf yrði haft um
„telefax“-sendingu. Þorsteini fannst
það vel til fundið og bætti því við að
tækið gæti þá heitið bréfsími (eða
bréfasími). Þessar hugmyndir fengu
stuðning Orðanefndar Skýrslutækni-
félags Islands á fundi hennar 24.
febrúar 1989.
myndrit og fjarmyndriti eða myndriti.
Orðanefnd rafmagnsverkfræðinga hefir
hafið útgáfu Raftækniorðasafns eins
og skýrt hefir verið frá í Málfregnum
(3 og 6). Annað bindi, sem út kom í
fyrra, nefnist Ritstími og talsími. Þar
er í formála vikið að þýðingum á „tele-
fax“ (sbr. Málfregnir 6, bls. 29-30),
einkum orðunum símabréf og bréfsími
eða bréfasími. Síðan segir að Orða-
nefnd rafmagnsverkfræðinga hafi lagt
til orðin myndrit (um það sem sent er)
og (fjar)myndriti (um tækið) „með
þeim rökstuðningi, að hér er ekki um
að ræða bréf, sem send eru í pósti, held-
ur nokkurs konar fjarafrit eða fjarafrit-
un“ (Raftækniorðasafn 2, bls. X). -
Þorsteinn Kjartansson hafði einnig
stungið upp á orðinu myndriti sem fyrr
segir.
símbréf. í 501. þætti Gísla Jónssonar um
íslenskt mál, Mbl. 26. ágúst 1989,
tekur umsjónarmaður upp það sem
sagt var um þetta efni í vorhefti Mál-
fregna (1989:1, bls. 27) og bætir því
svo við að sér hafi dottið í hug „hvort
ekki væri enn þjálla að tala um símbréf
í stað símabréfa“.
símrit, símriti, símrita. í 505. þætti Gísla,
Mbl. 23. september 1989, segir frá
„símriti", sem umsjónarmaður fékk
frá Jóni Ásgeiri Sigurðssyni, þá frétta-
ritara Ríkisútvarpsins í Bandaríkjun-
um, og er þá átt við „telefax“. Jón
Ásgeir bendir á að þessi nýja „fax“-
tækni sé ekkert annað en ljósritun sím-
leiðis, ljósritun sé gömul tækni en ljós-
ritun símleiðis nýjung. Hann telur að
„myndsending" sé of þröngt um það
sem margir nefni að „faxa“ skjöl, því
að hægt sé að ljósrita ýmislegt annað
en myndir, og það gildir einnig um
ljósritun símleiðis. „Það nýja og sér-
stæða við þessa tækni“, segir Jón
Ásgeir, „er notkun símans til að tengja
saman tvær ljósritunarvélar“. Hann
leggur því til að framvegis verði talað
um símritun í stað „(tele)-föxunar“.
Málstöðin hefir fengið ljósrit af
„símriti“ Jóns Ásgeirs, dags. 28. ágúst
1989. Þar kemur fram að auk orðanna
símrit og símritun hugsar hann sér að
tækið heiti símriti, sögnin símrita, og
loks nefnir hann samsetninguna sím-
ritanúmer.
19