Málfregnir - 01.07.1990, Blaðsíða 5

Málfregnir - 01.07.1990, Blaðsíða 5
BALDUR JÓNSSON S Islensk málvöndun Greinin sem hér hirtist var upphaflega erindi, samið til flutnings í heyranda hljóði, og ber merki þess. Pað var flutt 22. júní 1972 á kennaranámskeiði í íslensku fyrir barna- og gagnfrœðaskólakennara sem haldið var á vegum menntamálaráðuneytisins. Pað var síðan prentað með smávœgilegum orðalagsbreytingum í Lesbók Morgunblaðsins 19. ágúst 1973. Fimm árum síðar var það fjölritað handa nemendum minum í Háskóla íslands. Par var engu breytt vísvitandi frá Lesbókarútgáfunni nema einu orði, og einni neðanmálsgrein var bœtt við. - Af ýmsum ástœðum þykir rétt að birta þetta gamla erindi hér í Málfregnum nú, enda eiga fáir greiðan aðgang að því annars staðar. Lesendur eru beðnir að hafa í huga að það var samið fyrir 18 árum og orðum hagað eftir því. Hér er það prentað eftir fjölritinu frá 1978, óbreytt að efni og nœr óbreytt að orðfœri. Kaflafyrirsagnir eru nýjar. - BJ Venjur og samkomulag Orðið málvöndun felur það í sér að ekki sé allt mál jafnt að gæðum, rétt eins og vöruvöndun ber það með sér að ekki sé öll vara jafn-góð. Meðan talað er um málvöndun er eitthvert gæðamat til, ein- hver skil milli góðs og ills í máli manna eins og öðru atferli þeirra. Petta er sið- gæðislegt mat í einhverjum skilningi og er uppi með öllum menningarþjóðum þótt með ýmsum hætti sé. Málvöndun miðar að vöndun máls, hvað sem það kann svo að merkja, eins og siðavöndun horfir til bættra siða. Þegar sagt er fyrir um góða siðu í máli sem öðru er stuðst við venjur og hefð, sem skapast hefir, þegjandi samkomu- lag, óskráð lög, sem reynt er að fylgja. „Mál er mengi af venjum", hefir frægur málfræðingur sagt. Þegar almennar siða- venjur og málvenjur eru virtar er hegðun manna talin góð\ aðferðin er rétt. En þegar út af ber er hún sögð vera vond og hneykslar ef úr hófi keyrir; aðferðin er röng. Alls staðar er verið að kenna, hvert sem litið er. Einum er kennt að sitja hest, öðrum að aka bíl. Einn lærir á fiðlu, annar að stíga dans. Börnum er kennt að lesa og reikna; öðrum er kennt að fara með vélar af ýmsu tagi. Sumir læra erlend tungumál, aðrir að syngja o.s.frv. Og allt miðar að því að kenna mönnum að fara rétt að, gera það sem er rétt. í þessum efnum er móðurmáls- kennsla að sjálfsögðu engin undan- tekning fremur en tungumálakennsla yfirleitt. Ef venjur máls eru virtar er málið rétt. Ef þær eru brotnar er málið rangt. Svo einfalt er þetta. Það er engin ástæða til að forðast eins og heitan eldinn að nota orðin rétt og rangt í dómum um mál manna, eins og mér hefir fundist vilja brenna við upp á síðkástið. Þau orð eiga fullan rétt á sér, ef svo ber undir, enda hikar enginn við að nota þau þegar erlend mál eru annars vegar eða verið er að kenna útlendingum íslensku. En svo kemur raunar til gildismat eins og í sumri þeirri kennslu sem ég nefndi dæmi um áðan. Þá er ekki nóg að mál sé rétt, heldur getur það sem rétt er verið misjafnt að gæðum. Þá er komið að mat- inu um gott og vont og allt sem þar er á milli. 5

x

Málfregnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Málfregnir
https://timarit.is/publication/1146

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.