Skírnir - 01.01.1941, Blaðsíða 14
12
Sigurður Nordal
Skirnir
)
hefur verið gert af yfirlögðu ráði. En samt er rétt að geta
þess, sem frændum vorum má verða þar til málsbóta, bera
fram handselda lögvörn þeirra, ef fundin verður.
Vér skulum þá setja oss í spor Norðmanns, sem veit
glögg skil á öllu þessu efni, og reyna að gera grein fyrir
því, hvernig hann hugsar. Hann mundi einkum geta borið
tvennt fram, ef hann vildi verja málstað sinn af nokkurri
skynsemd.
Annað er það, sem lýtur að efni og uppruna Heims-
kringlu. Norðmenn hafa trúað á sannindi þessara frá-
sagna, og getum vér íslendingar illa láð þeim það. Mestur
hluti bókarinnar fjallar um viðburði í Noregi, orð og at-
hafnir norskra manna. Sé því nú svo farið, að þetta sé
rétt hermt og skilvíslega frá því skýrt, má með nokkurum
sanni segja, að það sé jafnnorskt, hvort sem það er í
minni geymt af norskum eða íslenzkum fróðleiksmönnum
og hvar sem það er í letur fært. Þess er ekki langt að minn-
ast, að sænskur fræðimaður þóttist geta fullyrt, að ræða
nokkur, sem Ólafur sænski eða skautkonungur þrumaði yf-
ir Hjalta Skeggjasyni, væri svo alsænsk að hugsunarhætti,
málfari og hrynjandi, að Hjalti hlyti að hafa numið hana
nákvæmlega og síðan hefði hún geymzt orðrétt í minni, unz
hún var í letur færð. Væri slíku trúað um ræður og tilsvör
í Heimskringlu yfirleitt, lýsingar manna og atburða, að
flest væri geymt í öruggu minni frá kynslóð til kynslóðar
eða að minnsta kosti fullmótað í munnlegum frásögum, þá
verður hvorugu neitað með sanngirni: að sagnaritun
Snorra hafi verið furðu létt verk og gnótt af alnorsku efni
hafi verið lögð upp í hendur honum, sem mundi bera litlar
menjar ritarans.
Þetta lýtur þá að því, hvernig Heimskringla sé til orðin.
Hitt atriðið er um örlög og áhrif bókarinnar á síðari öld-
um. Þess var áður getið, að þegar fyrir siðaskipti og endur-
reisn norrænna fornfræða með lærðum mönnum virtust
Norðmenn hafa lagt eins mikla eða meiri rækt en íslend-
ingar við að eignast handrit af Heimskringlu, rita eftir
henni eða láta rita. íslendingar áttu að vísu mörg handrit