Skírnir - 01.01.1941, Blaðsíða 63
Skírnir
Magnús Helgason
61
kom á vátryggingarfélagi um stórgripi með þeim hætti,
sem tíðkaðist hér á landi í fornöld, vann að stofnun
jarðabótafélags og rjómabús, og var formaður í báðum.
Hann var og einn hvatamanna þess, að Kaupfélag Árnes-
inga var stofnað, 1888,'og sat jafnan í stjórn þess. Hann
gekkst fyrir því, að dragferja var sett á Hvítá að Iðu,
og margar fleiri nýjungar studdi hann, er til gagnsemd-
ar horfðu. Á stjórnmálum hafði hann mikinn áhuga, þótt
hann hefði sig lítt í frammi. Eitt sinn gaf hann kost á
sér til þingsetu fyrir Árnessýslu, en ekki báru Árnesing-
ar gæfu til þess að veita honum fylgi, sem dugði. Mun
þá hafa iðrað þess síðar. Öll þessi störf fyrir sveit sína
vann hann ókeypis. Var mjög leitað ráða hans og for-
sjár, og reyndist hann hverjum manni ráðhollari. Hann
hélt fast á þeim málum, er honum virtust vera til al-
manna heilla, og lét hlut sinn ógjarnan, þótt hann kynni
vel að stilla skap sitt. Mun því einhverjum í fyrstu hafa-
orðið ofrausn að komu hans. En vinsældir hans fóru sí-
vaxandi og virðingin, er menn báru fyrir honum. Hann
lét ekkert mannlegt sér óviðkomandi, er snerti hag safn-
aðarmanna sinna. Hann* gat sagt, eins og stendur á ein-
um stað í Nýja testamentinu: Hver er sjúkur, að ég sé
ekki sjúkur? Hver hneykslast, að ég brenni ekki?
En sérstaklega voru það börnin og unglingarnir í
prestakallinu, sem hann bar fyrir brjósti. Hann gekk ríkt
eftir því, að börnin væru farin að stafa sex ára gömul,
og fylgdist vel með námi þeirra á húsvitjunarferðum sín-
um. Barnapróf hélt hann á vorin í hverri kirkju. Spurn-
ingar byrjaði hann með vetri, en ekki um langaföstu,
sem þá var títt, komu til spurninga öll tólf ára börn og
eldri, og stundum yngri. Hann hafði fermingarbörn sín
hjá sér allt að hálfum mánuði áður en þau skyldu ferm-
ast og kenndi þeim kristin fræði og annað, er þau skyldu
nema fyrir ferminguna. Þótti mörgum þeirra sá tími
einna bezti hluti æsku sinnar. Eftir fermingu hélt hann
hin síðari árin með þeim afmælishátíð fermingar þeirra,
og voru þau þá til altaris. Seinni hluta vetrar kenndi