Skírnir - 01.01.1941, Blaðsíða 77
Skírnir
Magnús Helgason
75
Vöxtu sjóðsins skal leggja alla við sjóðinn annaðhvert ár, en hitt
áiið eigi nema 2 krónur, svo sem til verður skilið í skipulagsskrá
sjóðsins, en alla vöxtuna það árið, að þeim 2 kr. frádregnum, skal
veita að verðlaunum því skáldi, er hefir frumort á íslenzku fegurst
ljóð á 10 árunum næstliðnu að dómi þriggja manna: Forseta Hins
íslenzka Bókmenntafélags, höfuðkennarans í íslenzkum bókmenntum
við Háskóla íslands og kennarans í íslenzku við Kennaraskólcnn í
Reykjavík. Þyki þeim eitthvert árið enginn maklegur verðlaunanna,
falla þau niður það ár, en leggjast þá vextirnir við höfuðstólinn það
,ár. Engum má veita verðlaunin oftar en einu sinni á 10 árum. Jafnt
má veita verðlaunin fyrir eitt kvæði eða sálm, ef svo sýnist, sem
fyrir heilan Ijóðabálk eða bók. Af öllu hjarta hefði ég unnt Stein-
grimi þeirra fyrir „Vorhvöt", Matthíasi fyrir „Hvað boðar nýárs
blessuð sól?“ og Þorsteini fyrir „Lágnættið“, svo að nefnd séu þrjú
,dæmi af handahófi.
' Þar sem verðlaunin eru miðuð við tunguna, íslenzkuna, þá ná þau
jafnt til Islendinga austan hafs og vestan og hvar í löndum, sem
þeir eru niður komnir, en eigi til annarra verka en þeirra, sem frum-
•ort eru á íslenzku. Eigi skal þurfa að sækja um verðlaunin. Þess
skal gætt, að sá, sem verðlaunin hlýtur, fái þau á sumardaginn
fyrsta, og nefnast þau „Sumargjöf frá Birtingaholti". Mér er frá
barnæsku Birtingaholt kærast allra staða og sumardagurinn fyrsti
allra daga, og þykir mér gaman að láta sjóðinn geyma minningu
hvorstveggja í sambandi við skáldskapinn, sem mér hefir jafnan
verið kærastur allra lista. Sjóðurinn er kenndur við Birtingaholt
og heitir „Sumargjafasjóður Birtingaholts
Þá hefi ég einnig stofnað annan sjóð, sem kenndur er við Mó-
eiðarhvol, æskuheimili konunnar minnar, þar sem hún drakk inn
hjartagæzku sína með móðurmjólkinni og nam þá ljúfu list, að
hlynna að sjúkum og hjúkra. Hann heitir „Sjúkrasjóður Móeiðar-
hvols“. Ég hefi þegar gefið honum 15.000 krónur og legg nú svo
fyrir með þessari erfðaskrá, að þegar ég er látinn, verði í hann
bætt af eigum mínum, ef þær hrökkva til, svo að hann verði full-
ar 20.000 krónur. . . .
Fé sjóðanna beggja skal standa á vöxtum í Söfnunarsjóði ís-
lands. Að öðru leyti skal Birtingaholtssjóðurinn standa undir stjórn
og umsjá Bókmenntafélagsins, en Sjúkrasjóður Móeiðarhvols undir
umsjá yfirlækna Landsspítalans. Skal jafnan leggja helming vaxta
við hann, en veita hinn helminginn sjúklingum til að standast kostn-
að af sjúkdómslegu eða læknishjálp, hvoi’t sem er á sjúkrahúsi eða
í heimahúsum.