Skírnir - 01.01.1941, Blaðsíða 222
220
Ritfregnir
Skírnir
En Andrés, sem sjálfui' hefir verið sjónar- og heyrnarvottur að
því, sem fram fór þá, hugsar: Það er ekki von að vel fari, þegar
mennirnir eru svona hrapallega misskildir".
Ja, var undarlegt, þó að Andrési dytti þetta í hug! Og Andrés
hugsaði ennfremur:
„Það er um hann eins og mig. Mennirnir hyggja mig heimskan,
en hann illmenni, — en hvorugt er rétt“.
Skoðun skáldkonunnar er þá sú, að öllu öðru fremur sé það
skilningsleysið, sem sé því valdandi, hve margar og stórfelldar
misfellur séu á mannlegu sambýli. Og þetta er einmitt aðalvið-
fangsefni sögunnar, viðfangsefni, sem alla varðar, ávallt og alstað-
ar. I sambandi við hinar mörgu og stórfelldu veilur í sambúð mann-
anna hér og í öðrum menningarlöndum nútímans, þrátt fyrir allar
umbætur og framfarir síðustu ára, hefir skáldkonunni dottið í hug
það ástand í íslenzku þjóðlífi, sem hún kynntist að nokkru í æsku
sinni af eigin raun, en trúlega að mestu af frásögnum eldra fólks-
ins, og við samanburðinn hefir það orðið henni ljóst, að veilurnar
voru og eru til hjá bæði þeim bezt stæðu og þeim verst förnu, veil-
ur skilningsleysis og skorts á sönnu víðsýni, veilur, sem eiga rót
sína að rekja til rangrar uppfræðslu og öfugsnúins uppeldis ein-
staklinga og þjóðai'heildar — í ýmsum efnum. Það nægir sem sé
ekki, að afla sér sæmilegra efnalegra aðstæðna og verklegrar
menningar, ef þetta verður ekki til í þágu hinnar innri menningar.
Það liggur ákaflega nærri að segja, að sjónarmið skáldkonunn-
ar séu svo sem engin ný speki. Hún sýni ekki fram á annað en það,
sém allir hljóti að vita og viðurkenna. En er það nú svo títt, að
skáldin flytji nokkuð, sem sé alger nýjung? Eg hygg, að svo sé
ekki. En áhrifavald skáldsins er meira en flestra annarra. Þegar
t. d. sagnaskáld skapar persónur, sem draga að sér athygli lesand-
ans og hann fylgist með af áhuga í gleði og sorg, kemur hann auga
á ýmis allmerkileg orsaka- og afleiðingasambönd í lífi persónanna
og eygir þar hliðstæður við það, sem hann hefir í rauninni séð í
hinu raunverulega lífi, þó að hann hafi ekki gefið því verulegar
gætur. Og svo vei'ður honum gjarnan að vegi að staldra við og
athuga sinn gang og þeirra, sem hann umgengst.
Og þrátt fyrir þær veilur, sem eru á þessu skáldverki, þá hefir
skáldkonunni sannarlega tekizt að skapa persónur, sem við fylgj-
umst með af athygli og verða okkur allminnisstæðar. Af föru-
mönnunum ætla ég aðeins að nefna Andrés malara, sem vinnur það
upp inn á við í vitsmunaþroska og menningarlegu jafnvægi, sem
honum er meinað út á við, vegna þess, hvernig að honum er búið
i æsku. Af fólkinu utan förumannahópsins læt ég mér nægja að
benda á þær mæðgur, Þórdísi, Sigrúnu og Þórgunni. Þórdís er
kona, sem má ekki vamrn sitt vita i neinu, en sigur skyldu- og