Skírnir - 01.01.1941, Blaðsíða 209
Skírnir
Nauðhyggjan dvínar
207
ar líka. Því að sé það einskorðað fyrirfram í efnisheimin-
um, sem líkami yðar telst til, að þér hafið pípu í munni
1. janúar, þá er niðurstaðan af hugarstríði yðar 31. des-
ember um það, hvort þér ættuð að hætta að reykja á nýjár-
inu, bersýnilega nauðbundin fyrirfram. Hin nýja eðlis-
fræði opnar því dyrnar fyrir ónauð andlegra fyrirbrigða,
þar sem hin gamla eðlisfræði nauðhyggjunnar rammlæsti
þeim.
(2) Dyrnar eru opnaðar lítið eitt, en gáttin virðist ekkí
nógu víð; því að sé mannslíkaminn borinn saman við ólíf-
ræn kerfi, mætti búast við því, að ónauð mannlegra hreyf-
inga næmi litlu. Vér verðum með einhverjum hætti að
heimfæra til mannlegra hrejHinga hina víðtæku ónauð,
sem einkennir frumeindirnar, þar sem hins vegar ónauð-
ar gætir nálega ekki um þau ólífræn kerfi, er sambærileg
væru að stærð. Eg held, að þessi örðugleiki sé ekki ósigr-
andi, en ekki má gera of lítið úr honum.
(3) Þó að vér kunnum að vera í óvissu um leiðina, get-
um vér naumast verið í vafa um það, hvernig svarið verð-
ur að lokum. Ef frumeindin er ónauðbundin, þá er mann-
legur andi vissulega engu síður ónauðbundinn; því að vér
getum varla fallizt á þá kenningu, að mannsandinn sé vél-
gengari en frumeindin.
(4) Er mannlegur vilji í raun og veru frjálsari, ef
ákvarðanir hans spretta af nýjum atvikum frá einu augna-
bliki til annars, heldur en ef þær eru eingöngu afleiðing-
ar af ættgengi, uppeldi og öðrum einskorðandi orsökum?
Við slíkum spurningum höfum vér engin ný svör. Ef-
laust verður þæft um þær fram og aftur. En mér virðist
ónauðin stórum mikilvægari frá öðru sjónarmiði. Af henni
leiðir að vera má, að mannsandinn fari ekki alveg villt um
það, hvernig ákvarðanir hans verða til. Eftir kenningu
nauðhyggjunnar um efnisheiminn, hreyfist hönd mín, með-
an eg er að skrifa þennan fyrirlestur, eftir fyrirfram ein-
skorðaðri braut í samræmi við stærðaformála eðlisfræðinn-
ar; andi minn er þar aukagepill -— slettireka, sem finnur
upp sögu, er ekkert kemur málinu við, um vísindaleg rök