Skírnir - 01.01.1941, Blaðsíða 139
Skírnir
Jón ritari
137
um morð á Kristmanni gullsmiðsnema Jónssyni, sem fund-
izt hafði örendur skammt frá Kolviðarhóli; en við hlið
hins örenda lá sofandi maður, og var hann grunaður um
að hafa í ölæði valdið dauða Kristmanns. Gekk Jón ritari
fram í því máli fyrstu mánuði ársins 1882 með vanaleg-
um dugnaði og harðfylgi. En svo lauk rannsókninni, að
alls engar sannanir fengust fyrir því, með hvaða hætti
dauða Kristmanns hefði að höndum borið, og við það féll
mál þetta niður.
Eins og þeim málum var háttað, sem Jóni ritara höfðu
verið falin af yfirboðurum hans: kláðamálið, lögreglu-
stjóraembættið í Reykjavík, Elliðaármálið, Kristmanns-
málið, gat ekki hjá því farið, að öll sú barátta, sem af
þeim leiddi fyrir hann, og sú óvild, sem afskiptin af þeim
bökuðu honum, yrðu, er til lengdar lét, miður holl fyrir
jafn örgeðja og ákaflyndan mann og Jón ritara, sem í
ofanálag var jafn bilaður að heilsu og hann var líkam-
lega. Eftir að hann hafði látið af bæjarfógetastarfinu og
gerðist sá áróðrarmaður hér í bæ, sem hann varð, fór jafn-
vel að bera á því, að hann hefði ekki alltaf það taumhald
á geðsmunum sínum, sem æskilegt var. Málaflutningsstörf-
in við yfirréttinn bættu þá ekki heldur úr skák hvað þetta
snerti, og enn síður þau mál, sem hann lenti í sjálfur við
hina og þessa andstæðinga sína, en þau mál urðu mörg
áður en lauk, eins og hinir prentuðu „Landsyfirréttardóm-
ar“ frá 1878—82 sýna hvað bezt. Þó urðu ekki veruleg
brögð að þessari veiklun geðsmuna hans fyrr en síðari
hluta árs 1882. Einkum upp úr veturnóttum það ár þótt-
ust jafnvel vinir hans sjá, að sumar athafnir hins örlynda
manns gæfu ástæðu til að efast um, hvort hann væri með
réttu ráði. Þegar leið að jólum, tók hann tilfinnanlega að
missa svefns. En við það komst geðbilun hans í algleym-
ing. Milli jóla og nýjárs urðu svo mikil brögð að þessu, að
eigi þótti forsvaranlegt að láta hann vera einan, hvorki
nótt né dag, svo að vakað var yfir honum sem vitstola
manni. En lengi þurfti ekki á því að halda, því að aðfara-