Skírnir - 01.01.1941, Blaðsíða 190
188
Sir Arthur Eddington
Skírnir
Eg ætla nú að miða við lýsingu skáldsins. Ef til vill
finnst yður það undarlegt val; en enginn efi er á því, að
orð hans lýsa því, sem oss er í hug, þegar vér tölum um
nauðhyggju. Hinar skilgreiningarnar verður að athuga
með varúð; oss grunar, að þar kunni að vera einhver
gildra. Er vér segjum, að efnisheimurinn, eins og vér nú
hugsum oss hann, sé ekki heimur þar sem „á fyrsta morgni
rist var rúnin sú, sem ráðin skal, er lögskil verða þreytt“,
þá verður ljóst, að uppgjöf nauðhyggjunnar er ekki nein
fræðileg hártogun, heldur á að skiljast í algengustu merk-
ingu orðsins.
Það er mikilsvert að gefa því gaum, að allar þrjár skil-
greiningarnar taka tímann til greina. Nauðhyggjan gerir
ekki aðeins ráð fyrir orsökum, heldur og að orsakirnar
séu áður til. Það, sem er nauðbundið, er einskorðað fyrir-
fram. Þess vegna er það mikilsvert í öllum rökræðum um
nauðhyggju að tímasetja þær orsakir, sem um er rætt;
vér verðum að heimta af þeim fæðingarvottorðin.
Fyrir tíu árum var hver velmetinn eðlisfræðingur, eða
þóttist vera, nauðhyggjumaður; að minnsta kosti þegar
um var að ræða ólífræn fyrirbrigði. Hann hugðist hafa
fundið strangt orsakalögmálskerfi og taldi það fyrsta mark-
mið vísindanna að koma svo miklu, sem unnt væri, af
reynslu vorri heim við slíkt kerfi. Aðferðir, skilgreiningar
og hugtök eðlisfræðinnar voru svo samtvinnuð þessari
nauðhyggju, að takmörk orsakalögmálskerfisins (ef nokk-
ur væru) voru talin endimörk eðlisfræðinnar.
Til þess að sjá þá breytingu, sem orðin er, getum vér
litið á nýlega bók, sem skýrir megingerð efnisheimsins af
eins mikilli djúpskyggni og nokkur annar hingað til hefur
gert. Það er Quantum Mechanics eftir Dirac. Eg veit ekki,
hvort Dirac er nauðhyggjumaður eða ekki. Má vera, að
hanri trúi eins statt og stöðugt og nokkurn tíma, að til sé
strangt orsakalögmálskerfi. En merkilegt er það, að í
þessari bók fær hann ekkert tækifæri til að minnast á það.
I fullkomnustu greinargerð um það, sem til þessa er vitað
um starfsháttu hlutanna, er orsakalögmáls ekki getið.