Skírnir - 01.01.1941, Blaðsíða 177
Skírnir
Jean Sibelius
175
er hægt að „útleggja“ hana eða þýða á margvíslegan hátt,
hún leysir sérgilda hugmynd upp í almenna hugmynd og
breytir hlutrænu viðfangsefni í geðhrif eða stemmningu.
En þrátt fyrir það getur hún ekki allskostar dulið hinu
hljóðnæma eyra sálrænan uppruna sinn. Þannig hljótum
við að verða vör við hina andlegu baráttu í hljómdrápum
Beethovens, stríðið, sem hann varð að heyja við sjálfan
sig á meðan hann var að semja þær; og eins virðist óbund-
in, taumlaus ást til náttúrunnar eiga skapandi þátt í því,
að önnur hljómdrápa Sibeliusar varð til. I henni bergmála
raddir víðáttumikils landslags; hrjúfur hrikaleiki og frum-
gróðurslegur svali skiptast á, og hánorrænt eðli höfundar-
ins gefur verkinu þann svip, sem útilokar alla listræna til-
raunastarfsemi á kostnað heildarinnar. Hljómgrunnurinn
er sterkur og samfelldur, þrátt fyrir mikla tækni í með-
ferð hinna mörgu, ólíku hljóðfæra; leikaraskapur sem tak-
mark listrænnar tjáningar liggur Sibeliusi, sem og öðrum
Norðurlandabúum, f jarri. Að vísu getum við ekki nákvæm-
lega heimfært hvern einstakan takt undir ákveðin nátt-
úrufyrirbæri, enda gerir það ekkert til; það verður að láta
hvern einstakan hlustanda sjálfráðan um það, hvað hann
hugsar sér í sambandi við tónverkið, sem hann hlustar á.
En skyldu ekki flestir vera sammála um það, að þeir
heyrðu eilífan þyt skógarins í mörgum verkum Sibelius-
ar? Eða tilbreytingarlaust lag brimsins við sjávarströnd-
ina? Heyrum við ekki eins og ómandi kyrrð hlýrrar sum-
arnætur? Og birtist okkur ekki bráðlifandi alvarlegt og
tápmikið fólk „þúsund vatna landsins“ í hinum ströngu
en leiftrandi laglínum, sem liðast eftir dökkum farvegi
skipulegrar framsetningar?
Þjóðlegt tónskáld hlýtur að draga upp mynd af lífi þjóð-
ar sinnar í verkum sínum. Og þegar við hlustum á verk
eftir Sibelius, verðum við svo áþreifanlega vör við þetta.
Náttúran, hinn voldugi skógarguð Pan, og fólkið, sem er
svo nátengt honum, opinberast hispurslaust og án allrar
gyllingar. Sibelius hefir kjark og listrænan kraft til þess
að leggja hlustirnar að hinni dimmu, óbreytanlegu rödd'