Skírnir - 01.01.1941, Blaðsíða 26
24
Sigurður Nordal
Skírnir
færinu, þegar hann var við skiptin á eignum Sæmundar
Jónssonar, til þess að ná þeim bókum, sem hann þá vant-
aði. f Reykholti hafa að líkindum flest handrit Ara Þor-
gilssonar verið fyrir, er Snorri fluttist þangað. En á Þing-
eyrabókum hefur hann vitað full skil frá Styrmi Kárasyni
og verið auðvelt að fá eftirrit þeirra gerð handa sér þar í
klaustrinu. Allt af, þegar vér hugsum um Snorra, hljótum
vér að undrast margbreytnina í gjöfum örlaganna til
handa þessum manni, sem sjálfur var bæði fjölhæfur og
fjöllyndur að eðlisfari og fús að bera sig eftir þeim. Það
er eins og sérstök tilætlun sé í því fólgin að láta öll þau
föng veraldlegra gæða, menntunar og reynslu berast að
einstaklingi, sem var nógu víðfaðma til þess að neyta
þeirra.
En einmitt af þessari ástæðu hættir oss við að verða
starsýnt á allt það, sem Snorri þá af öðrum og gerði sér
úr því, en hugsa minna um, hvað hann hafi síðan veitt
samtíð sinni. Vér vitum að vísu af tilviljun, að Sturla Sig-
hvatsson settist upp í Reykholti til þess að láta rita sögu-
bækur eftir bókum þeim, er Snorri setti saman. Vér vitum
líka, að þeir Ólafur hvítaskáld og Sturla Þórðarsynir hafa
verið mjög handgengnir föðurbróður sínum. Er ekki senni-
legt, að Reykholt hafi orðið þeim eitthvað svipað og Oddi
varð Snorra sjálfum? Og það þarf ekki mörgum orðum að
eyða að því, hvers virði það hefur verið íslenzkum bók-
menntum, að þeir bræður, og þó einkanlega Sturla, lögðu
þar hönd á plóginn. Það er líklega enn þá fremur van-
metið en ofmetið. Þá vitum vér, að íslenzk sagnaritun og
menntalíf yfirleitt fær eftir 1220 samfelldara og þrosk-
aðra heildarsvip en áður. Það er eins og lokið sé stigi allra
hinna sundurleitu tilrauna, sem gerðar höfðu verið á und-
an förnum áratugum, en í stáðinn komi markvissari tök
á meðferð efnis og öruggari smekkur. Reyndar má segja,
að þetta sé ekki nema eðlilegt framhald þess, sem á undan
er komið. Svo má eftir á að orði kveða um allt, sem gerist.
En öllu í veröldinni fer ekki skaplega fram, engin lögmál
eru fyrir því, hvar þroski hættir og hnignun byrjar. Til