Skírnir - 01.01.1941, Blaðsíða 110
108
Einar Arnórsson
Skírnir
eykur nokkru við um skírn manna (Flat. I. 447, Fms. II.
243, Bisk. I. 255). Gunnl. segir, að „allir menn“, sem á
þingi voru, hafi verið primsigndir, og margir skírðir, þeir
sem áður voru heiðnir. í þessari sögn felst mikil óná-
kvæmni. I fyrsta lagi hafa þeir auðvitað ekki verið prim-
signdir á þinginu, sem áður höfðu verið skírðir. I öðru lagi
hafa þeir ekki aðeins verið primsigndir, sem líka voru
skírðir. Gunnl. hugsar sér líklega, að heiðnu mennirnir
hljóti allir að hafa verið þegar primsigndir, svo að þeir
mættu samneyta hinum kristnu mönnum. En svo nákvæm-
lega hafa menn ekki getað tekið fyrirmæli kirkjunnar
þegar í upphafi, enda hefir meginhluti hinna svonefndu
kristnu manna orðið að samneyta mörgum óprimsignd-
um mönnum fyrst í stað eftir að þeir komu heim af þingi
í sveit sína. Þar sem verið er að koma nýjum sið á,
verður ekki hjá þessu komizt. í „partibus infidelibus“ (í
heiðnum löndum eða löndum rangtrúarmanna) hafa þær
kröfur aldrei verið gerðar til hinna fyrstu kristnu manna,
að þeir mættu ekki hafa samneyti við annarar trúar menn.
En því, segir Gunnl., voru ekki allir þingsóknarmenn skírð-
ir á Þingvelli, að Norölendingar og Austfirðingar vildu
ekki fara í kalt vatn. Voru því margir þeirra skírðir í
,,laugum at Reykjum í Laugardal“. Gunnlaugur nefnir
ekki Sunnlendinga og Vestfirðinga, nema Runólf goða,
sem Hjalti á að hafa veitt guðsifjar og storkað um leið.
Voru þeir þá allir skírðir á Þingvelli, þeir sem þar komu?
Og hvernig stendur á því, að allir Norðlendingar og Aust-
firðingar voru svo vatnshræddir? Voru þeir kveifarlegri
en menn úr hinum fjórðungunum? Og hvers vegna fara
t. d. Vestur-Húnvetningar að krækja austur í Laugardal
til skírnar? Lá ekki beinna við, að þeir hefðu skírzt í
Borgarfirði á heimleið eða í sínu héraði í Reykjalaug í
Hrútafirði eða í Miðfirði? í Laugardal eru engir bæir, sem
Reykir heiti. Að Laugarvatni, Útey og Austurey eru hver-
ir, en vafasamt er, að þar hafi nokkur laug verið, sem
mætti dýfa í til skírnar.
Krs. segir talsvert öðruvísi frá skírn þingsóknarmanna