Skírnir - 01.01.1941, Blaðsíða 211
Ritfregnir
Flöikkulýður.
DavíS Stefánsson: Sólon Islandus I.--II. Akureyri 1941. Útgef-
andi: Þorsteinn M. Jónsson.
Elinborg Lárusdóttir: Förumenn I.—III. Reykjavík 1939-------40.
I. Dimmuborgir. II. Efra-Ás-ættin. III. Sólon Sókrates.
1.
Flakkarar eða flökkulýður voru þeir yfirleitt kallaðir, menn-
irnir, sem allt fram yfir síðustu aldamót fóru eirðarlausir um
landið, flestir fótgangandi og tötrum búnir. Og fæstir þeirra voru
aufúsugestir bændum og búaliði, sem vann í sveita síns andlitis
fyrir daglegu brauði.
En svo hvimleiðir sem flakkararnir voru, að fáum einum und-
anteknum, voru þeir þó allir skilgetin börn þjóðar sinnar. Orsak-
irnar til flakksins voru ýmsar, hjá mörgum lélegt uppeldi og ill
kjör í æsku, og hjá flestum voru þær að einhverju leyti þjóðfélags-
legs eðlis. Annars voru flakkararnir ekki síður misjafnir en fólkið
yfirleitt í landi voru. Sumir voru ruddar til orðs og æðis, aðrir
kurteisir og jafnvel óframfærnir. Sumir voru hinir verstu sóðar,
aðrir einstakir þrifnaðarmenn. Sumir voru að meira eða minna
leyti hættulegir vegna skapofsa og fúlmannlegrar framkomu, aðrir
sauðmeinlausir og góðhjartaðir. Sumir voru einfeldningar, aðrir
laungreindir. Sumir voru daufir í dálk og þunglyndislegir, aðrir
léku á als oddi og höfðu jafnvel í frammi alls konar skrípalæti.
Sumir voru skáldfífl og fáfróðir, aðrir prýðilega hagmæltir og
fróðleiksmenn hinir mestu. En öllum var þeim það sameiginlegt,
að vera að einhverju leyti öðruvísi en fólkið flest.
Förumennirnir fóru bæ frá bæ, sveit úr sveit og sumir lands-
hlutanna á milli. Auk þess sem þeir gengu á lítil efni með betli
sínu og skelfdu sumir konur og börn, þá fluttu þeir oft með sér
óþrif og jafnvel sjúkdóma, og ennfremur báru ýmsir þeirra á milli
slúður og róg. Allir minnast göngukvennanna úr Njálu, og á sama
lagið og þær gengu sumir af förumönnum síðari alda, vitandi vel,
að mikill sannleiki felst í málshættinum: Klæjar eyra illt að heyra.
En svo er hins heldur ekki að dyljast, að til voru þeir förumenn,
sem voru þannig skapi farnir, að þeir reyndu að koma fram til
góðs, reyndu að eyða úlfúð og illdeilum nágranna, nutu þess, að
14