Skírnir - 01.01.1941, Blaðsíða 65
Skírnir
Magnús Helgason
63'
hans og bað hann fyrir sína hönd og alls safnaðarins
að halda áfram að tóna. Þeim þótti líka vænt um tónið
hans og fannst prýði að því. Fátt sýnir ef til vill skýr-
ar hug safnaðarfólksins til hans, ást þess og aðdáun.
Allt fórst séra Magnúsi vel, og betri prest gat það vart:
eða ekki hugsað sér. Þegar þannig eru þegin verk góðs
prests, þá fer enginn erindisleysu til kirkju hans né heim-
ilis, þá er aldrei að efa, að guðsríkisboðskapurinn ber
mikinn ávöxt. Verður prestsstarfi séra Magnúsar naum-
ast betur lýst en með orðum sjálfs hans um annan prest,.
frænda hans og nafna:
„Að vísu er það mikilsvert, að orð og minning góðra
manna og spakra geymist í bókum handa komandi kyn-
slóðum, en áhrif þeirra í lifanda lífi berast líka mann
frá manni, eins og lifandi straumur, frá kyni til kyns,.
og geta þannig geymzt um aldur, þó að umgerðin sé hvorki
pappír né prentsverta, heldur „góðra drengja hjörtu“. ..
Ekki fer þá allt með feldu, ef áhrif séra Magnúsar geym-
ast eigi lengi á þann hátt. Mér finnst eins og bjarma slái
af æfi hans á prestastétt íslands á liðnum öldum. Svona
hafa þeir margir verið, þessir upphaldsmenn menningar
vorrar .. . sprottnir úr sveitalífinu, samgrónir bændastétt-
inni, búþegnar beztu, bændur og prestar í einu, bjarg-
vættir í bágindum, huggarar í raunum, málsvarar, leið-
togar, læknar og kennarar".
Hvert orð í þessari lýsingu á einnig við um séra Magnús
Helgason.
* *
*
Haustið 1904 lét séra Magnús af prestsskap eftir tæpra
tveggja áratuga þjónustu að Torfastöðum og gerðist aft-
ur kennari við Flensborgarskólann. Urðu það söfnuðum
hans sár vonbrigði og harmur að missa hann. Menn gátu
varla áttað sig á því, þeim fannst séra Magnús eiga að
vera prestur og ekkert annað. Einum varð m. a. s. að
orði við hann, að með þessu drýgði hann synd. En séra
Magnús hikaði hvergi. „Fórstu upp á Helgafell?“ spurði