Skírnir - 01.01.1941, Blaðsíða 103
Skírnir
Kristnitökusagan árið 1000
101
þá hefir gjaldið numið 16 aurum = 96 álnum vaðmála.
Gunnlaugur og Krs. láta gjaldið nema hálfu hundraði silf-
urs = 10 aurum silfurs = 40 aurum vaðmála = 240 álnum.
Er það sama upphæðin sem lögsögumanni var goldin
(Grg. Ia 209). Hafa þeir Gunnl. og höfundur Krs. verið
það slyngari en Oddur, að þeir setja gjaldið sama sem lög-
sögumannskaupið. Njála er nokkru örvari á fé en hinir,
því að þar er gjaldið sett þrjár merkur silfurs = 24 aurar
= 96 aurar vaðmála = 576 álnir. Oddur og höfundur Njálu
setja gjaldið auðsjáanlega af handahófi, en hinir taka lög-
sögumannskaupið sennilega til fyrirmyndar.14 Auðvitað
má líka vera, að þrjár mismunandi sagnir hafi myndazt um
gjald þetta, og hver höfunda skrái sína sögn. Munurinn er
þá að eins sá, að þeir eru ekki upphafsmenn sagnanna,
heldur aðrir engu skilríkari menn.
Eftir að þeir Þorgeir og Hallur eiga að hafa gert „kaup“
sín, segir Ari það eitt um athafnir manna, að þeir hafi
síðan gengið í búðir, og hafi Þorgeir þá lagzt niður „ok
breiddi feld sinn á sik ok hvíldi þann dag allan ok nóttina
eftir ok mælti ekki orð“. Oddur fylgir hér Ara og Njála, en
Gunnl. og Krs. þykjast þurfa að gera þessa hvílcl Þorgeirs
ofurlítið sögulegri með því að láta hana haldast nákvæm-
lega 2 dægur. Lesandinn á víst að segja sér það sjálfur,
að Þorgeir hafi allan þenna tíma verið að hugsa málið og
semja ræðu þá, sem þeir láta hann flytja næsta dag.
Að lögbergi skildust heiðnir menn og kristnir ósammála.
Hér var risið ef til vill mesta vandamálið, sem forráða-
mönnum landsins hafði nokkurn tíma mætt. Á lausn þess
gat framtíð íslenzka ríkisins oltið. Þorgeir lögsögumaður
og aðrir, sem mest ábyrgð hvíldi á um málalok, virðast
hafa annað haft þarfara að starfa en liggja kyrrir undir
feldum sínum. Samningamönnum, með Þorgeir og Hall
forystumenn, hefir áreiðanlega verið nauðsyn að taka sem
fyrst til óspilltra mála, því að þeir gátu ekki búizt við, að
ofsamennirnir mundu liggja á liði sínu. Áróðursmenn
hafa þá verið til, eins og nú, sem líka hafa reynt að afla
sínu máli fylgis. Það er erfitt að hugsa sér það, að Þorgeir